Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Qupperneq 75
VAR Á ÞVÍ ÞINGI SVARÐUR SKATTUR
spjalda og annarra dulardóma. Þá hefur hann ekki verið neitt þesslegur, að
hann hafi eitt sinn verið með samblástur og uppsteit gegn vilja hans sjálfs
herra konungsins. Hversu sjálfsagt hlaut það ekki að vera frá sjónarmiði
Þórðar að reyna að þvo sem rækilegast af honum þær sagnir, sem loddu í
minni manna eða höfðu komizt á skinn og til þess bentu, að hann hefði gert
sig sekan um fjandskap gegn konungsvaldinu, sem allir höfðingjar kjöru sér
sem hliðhollast og í hvers þjónustu Sturla sjálfur hafði verið síðustu ár ævi
sinnar, virðingarmestur allra íslenzkra höfðingja.
Ég hef á öðrum stað fært rök fyrir því, að það er nokkuð tortryggilegt, hve
andstöðu Sturlu við konungsvaldið er lítið getið í Sturlungu nema í Þorgils
sögu skarða, þar sem hún kemur mjög ljóst fram, en sú saga er ekki með í
Sturlungusafninu upphaflega, heldur tekin inn síðar. Af þeim sökum tel ég
ástæðu til að ætla, að frásögnum annarra rita hafi verið hagrætt á þann veg,
að sú andstaða kæmi ekki fram í dagsljósið. Og megi það teljast sannað, að
Þórður Narfason, mágur Sturlu og vinur, hafi gert hina upphaflegu Sturl-
ungusamsteypu, þá gæti manni dottið það í hug, að frásögnin í íslendinga
sögu um eiðana 1262 kynni að vera frá honum runnin, hvort heldur hún hafi
þá verið samin til að fylla í eiðu eða til lagfæringar á annarri, þar sem skjöld-
ur Sturlu Þórðarsonar og einhverra fleiri höfðingja landsins hefur ekki verið
svo hreinn sem skyldi af andstöðu við sjálfan konunginn. Ef til vill hefur ekki
átt að segja neitt ósatt, heldur um það eitt hirt að láta ákveðna hluti liggja í
þagnargildi. Það er háttur tiginna manna um hagræðingu sannleikans. „Var
á því þingi svarður skattur Hákoni konungi um allan Norðlendingafjórðung
og Sunnlendingafjórðung fyrir vestan Þjórsá. Skattur var þá og svarinn um
allan Vestfirðingafjórðung.“ Þetta má svo sem til sanns vegar færa, svo langt
sem það nær. Víst sóru Vestfirðingar „þá“, þótt ekki særu þeir „á því þingi“.
Það er ekki verið að segja ósatt. Það er bara þagað um sannleika, svo að
menn fái ekki rétta hugmynd um atburðina.
Svo nokkru síðar er Sturlunga handfjölluð af ritara, sem veit meira um
atburðina 1262 en þar er skráð, og honum finnst sjálfsagt, að það komi fram.
Hann hefur í höndum Hákonar sögu, og ef til vill hefur hann komizt að raun
um, að atburðir þeir, sem hún segir frá, lifa enn í vitund manna. Hann tekur
að sér að betrumbæta frásögn íslendinga sögu og fléttar frásögn Hákonar
sögu inn í hana. Hann tekur upp frásögn Sturlu um sambandið við austan-
menn og bið þeirra Vestfirðinga í Borgarfirði. En hann sér, að hér þarf skýr-
ingar, og smíðar hana samstundis: Þar vilja þeir vera sem reitt sverð yfir
höfði Gissurar, ef hann skyldi ætla að svíkjast um að koma fram konungs-
345