Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Side 81

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Side 81
TRAUSTIR SKULU HORNSTEINAR lengi í húsi Bjarna Magnússonar þegar ég sagði við sjálfan mig, að frú Kam- illa væri sjálfstæð og einbeitt kona, sem fyndi nokkuð til sín, hefði mótazt á grónu kaupmannsheimili norður á Akureyri, hlotið þá menntun í Kvennaskól- anum, sem hún þarfnaðist, forframazt í Kjöben, gifzt dável efnuðum góð- borgara í Reykjavík og alið honum tvær dætur. Ég þóttist fljótt verða þess áskynja, að frú Kamilla skildi flesta hluti jarðlegri skilningu og ætlaðist til þess að aðrir gerðu það líka. Þegar hún sagði að einhver væri ópraktísk- ur, var hljómurinn í rödd hennar slíkur, að mér fannst ég vera eyðsluvargur og óráðsíuskepna frá hvirfli til ilja. Hún stjórnaði vinnukonunni eins og ryk- sugu. Hún hafði stúlku í vist allan daginn framan af styrjaldarárunum, síðan hálfan daginn, af því að kaupkröfur þessara kvenna urðu æ fáránlegri; en loks þótti henni praktískast að fullkomna vélakost heimilisins og semja um það við roskna ekkju, sem leigði stofuna og eldhúskompuna í kjallaranum, að hún tæki til hjá henni annanhvern dag og sæi að mestu um þvotta. Ég þykist vita að frú Kamilla hafi kennt vinnukonum sínum margt nytsamlegt, svo sem matreiðslu, bakstur, hreinlæti og snyrtimennsku; en öngvu að síður hélzt henni illa á stúlkum, hvernig sem á því kunni að standa. Engin þeirra var lengur hjá henni en missiri. Sumar laumuðust burt eftir tvo eða þrjá mánuði. Sumum sagði hún upp vistinni. Samkvæmt praktískum hugmyndum hennar átti vinnukona að vera dygg eins og skuggi, nægjusöm eins og rjúpa, hlýðin, iðin, viljug, fámálug, þrekin, ófríð og skírlíf, helzt náttúrulaus. Það hittist svo á, að frú Kamilla var ekki heima, þegar ég afréð að flytjast í hús Bjarna Magnússonar. Skrifstofustj órinn sýndi mér herbergið sjálfur og vissi ekki almennilega hvað hann ætti að setja upp fyrir það, horfði ýmist á veggi þess og glugga eða mig, klóraði sér þvínæst bak við eyrað og nefndi leigu, sem mér þótti bera vitni um fyllstu sanngirni, — ekki sízt þegar hann bætti við: Með ljósi og hita, hm, með ljósi og hita. A miðju sumri 1940, í fyrsta skifti sem frú Kamilla tók við leigunni að bónda sínum fjarverandi, gerði hún mér hinsvegar kunnugt, að ég hlyti að hafa misskilið hann þegar við sömdum um herbergið í apríl. Auk þessarar leigu, sagði hún, yrði blaðamaðurinn framvegis að greiða hitakostnað sam- kvæmt útreikningi og eitthvert smáræði fyrir rafmagn, til dæmis fimm krón- ur á mánuði. Nei, við skyldum sleppa því núna, sagði frú Kamilla, úr því að gleymzt hafði að leiðrétta þennan misskilning. Ef blaðamaðurinn vildi, gæti hún látið vinnukonuna taka til í herberginu hans gegn vægri þóknun: Blaða- manninum þætti eflaust leiðinlegt að þurfa að standa sjálfur í slíkum verkum og ópraktískt að kaupa hjálp utan úr bæ. 351
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.