Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 89
TRAUSTIR SKULU HORNSTEINAR
og hún þættist óhult um líf og limi meðan Aron Eilífs væri á dagskrá. f næsta
vetfangi galt hún fífldirfsku sinnar, lá dauð og kramin í lófa Bjarna Magnús-
sonar. Hann dustaði af sér gyllta vængi hennar og blés við, en leiddi síðan
rök að þeirri staðhæfingu, að húsbóndi minn hefði rofið farsælt jafnvægi Ei-
lífs:
Tómstundatjáningin prentuð í belg og biðu, kvæði eftir kvæði í Blysfara,
grein eftir grein um andlegan þroska og grasát, að minnsta kosti tvær myndir
í gangi til að vekj a athygli á höfundinum.
Ég þagði.
Það er gefin út bók eftir Eilífs og nokkur eintök seld árituð í dýru bandi.
Það er marinn í gegn styrkur handa honum á fjárlögum. Og nafn hans fær að
standa óhaggað á sjálfri átjándu grein, þegar þingið ákveður að breyta skipan
þessara mála, láta skáldin og listamennina úthluta fénu árlega, bítast og berj-
ast um hverja krónu. Auðvitað fer maðurinn að trúa því, að hann sé einhver
dæmalaus snillingur og verði að þjóna köllun sinni óskiftur, hvað sem það
kostar. Hm, köllun!
Bjarni Magnússon hristi höfuðið og skotraði til mín ráðþrota augum. Ég
gaf mig á vald algeru hlutleysi, sá mér ekki fært að hrista höfuðið honum
til samlætis, vildi ekki taka þátt í neinni gagnrýni, sem beindist að verkum
húsbónda míns.
Köllun? Pu! Það yrði Eilífs til ófarnaðar að rjúka úr góðri stöðu, þar sem
hann væri öllum hnútum kunnugur og nyti bæði trausts og umburðarlyndis.
Það yrði erfitt fyrir hann að byrja að vinna hjá ókunnugum, þegar sparifé
hans væri þrotið og köllunin runnin af honum. Gætu ókunnugir staðizt þá
freistingu að hafa hann að skotspæni? Mundu þeir sætta sig við lyktina af
honum, þegar hann hefði étið hvítlauk?
Nefið á mér bað guð að hjálpa sér, kannaðist við lyktina, hafði fundið
hana nokkrum sinnum. Munnurinn þagði.
Til hvers er leikurinn gerður? spurði Bjarni Magnússon. Maðurinn er ekk-
ert skáld!
Ég leit undan, strauk fiðring úr nefinu og sagði honum að Aron Eilífs ætti
marga aðdáendur.
Eigið þér við kjána?
Ég horfði á málverk frá Akureyri og sagði honum að ýmsir lesendur Blys-
fara hefðu skrifað okkur hólbréf um kvæði og greinar Arons Eilífs. Auk þess
hefði þingið veitt honum styrk og tveir kunnir menn, prestur og rithöfundur,
birt loi amlega dóma um bókina hans, talið andann í henni heilnæman.
359