Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 101
MUSTERI DROTTINS
of mikið bæri á honum. Hvað fleira? Jú, gull og eðalsteinar úr skartgripa-
hirzlunum til að skreyta kirkjuna að innan. En í skartgripahirzlum keisarans
sá ekki „högg á vatni“ þrátt fyrir það, enda gífurlegt herfangið sem tekið var
í síðasta leiðangri keisarahersins. Hvað fleira? Æ, það var ekki fleira. Hann
gat ekki farið að telja eftir ruðumar sem fleygt var í garmana sem drógu
grjótið, eða varðhundana sem gættu þeirra. Tíu ár? Það var að vísu langur
tími, og hann hafði oft ómakað sig hingað, og oft legið andvaka — já oft
legið andvaka ...
En nokkrar þúsundir mannslífa, nokkrir hektarar lands sem farið höfðu í
eyði af vanhirðu — puhhhh — það var ekki umtals vert; og kom honum
raunar ekki við.
Hann dvaldi þar fram til kvölds, því hann gat ekki slitið sig frá veglegu
musterinu sem hann hafði látið reisa sér. Og þegar hann ók burt sá hann ekki
betur en það roðnaði yndislega í jómfrúdómi sínum — í skini kvöldsólar-
innar ...
Sólin var að koma upp þegar bifreiðin sniglaðist yfir fjallsbrúnina. Sýnin
sem mætti augum þeirra var svo guðdómleg að ungi maðurinn flýtti sér að
stíga á hemlana. Þau störðu lengi hugfangin á dökka skuggamynd kirkjunnar
sem teygði mjóar spírur sínar og tum upp að rauðri sólkringlunni.
Guð, sagði stúlkan — hún er miklu dásamlegri en — en — miklu dásam-
legri en —
En allt sem við höfum séð til þessa, botnaði ungi maðurinn — allshugar
feginn að fá tækifæri til að leggja handlegginn um herðar henni undir yfir-
skini hrifningarinnar. Og þúsund sinnum fallegri en við höfðum ímyndað
okkur.
Já, hvíslaði stúlkan. Og það fór hrollur um hana við hina fjaðurléttu snert-
ingu fingurgóma hans við brjóst hennar. En við skulum keyra alveg að henni.
Auðvitað, sagði hann og sleppti seinlega hinu langþráða taki. Auðvitað
verðum við að skoða hana betur.
Og hann gerði sér far um að aka eins hljóðlega og mögulegt var að hinni
margfrægu kirkju. Það reið á að rjúfa ekki helgi tilfinninga þeirra — tilfinn-
inga hennar.
Þegar þau stigu út úr bifreiðinni fundu þau hve svalt var enn í lofti. Þau
stóðu í skugga kirkjunnar og sáu morguninn bjarma handan við burstir
hennar.
Hvílíkt bákn, sagði stúlkan.
Hvílíkt stórvirki, sagði hann. Mundu að hún er sjö alda gömul.
371