Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Síða 127
NOKKRAR HUGLEIÐINGAR UM NÝJA TÓNLIST
sem mestu þykir varða um nýjabragðiff og
eitt stefnubrigðið tekur við af öðru nærri
því eins ört og umskipti verða í klæðatízku
kvenna, svo sem gleggst hefur mátt sjá í
myndlist síðustu áratuga. I tónlistinni hef-
ur þetta einkum komið fram í því, að full-
trúar þessarar stefnu hafa í síauknum mæli
gengið í herhögg við lögmál tóntegundar-
innar og útkoman orðið ótónöl tónlist af
ýmsu og æ öfgafyllra tagi. Þetta er hin svo-
kallaða nýtízka („módemismi") í tónlist-
inni, sem í sinni afkáralegustu mynd ber að
heita atómtónlist, á meðan ekki er neitt
betra orð handbært (með því líka að af-
káralegu fyrirbæri hæfir afkáralegt nafn).
1 mesta lagi kynni að mega segja, að
fyrrgreind lýsing og heymarvíkkunarkenn-
ing ætti við í vissum skilningi um þetta sér-
staka hálfrar aldar þróunarskeið, og þó alls
ekki nema með þeim mikilvæga fyrirvara,
að engum af hinum margvíslegu stefnum
eða stefnubrigðum nýtízkunnar hefur í
raun og veru tekizt að vinna sér hylli eða
viðurkenningu almennings, heldur aðeins
tiltölulega lítils, en að vísu nokkuð um-
stangsmikils hóps áhugamanna, og að or-
sök þeirrar staðreyndar hefur ekki svo mjög
veriff fólgin í tregðu eða þjálfunarleysi al-
menningseyrans, heldur einmitt hinu,
hversu fátæk nýtízkan hefur reynzt að raun-
verulegu listmæti, er vakið gæti áhuga tón-
listarhlustenda. Auk þess fer því fjarri, að
öll tónlistarsköpun nútímans fari fram und-
ir merkjum þessarar stefnu. Það, sem bezt
er skapaff í tónlist nú á tímum, er henni í
raun og veru fráhverft. Það er því augljóst,
hversu fráleitt það er að láta sem sannleik-
urinn sé sagður um heildarþróun tónlistar-
innar, þó að fram séu settar lýsingar, sem
kunna að eiga við að einhverju og þó ekki
nema takmörkuffu leyti um þetta mjög svo
takmarkaða og tímabundna fyrirbæri, sem
vart mun reynast meira en sem dægurfluga
í tónlistarsögunni.
6. Hæpinn mólflutningur
Af þessu leiðir þá líka fánýti allra rök-
semda, sem grundvallaffar eru á slíkum for-
sendum, en því er ekki að neita, að í þeim
efnum er nú ýmislegt býsna hæpið í mál-
flutningi Jóns Leifs. Hann segir til dæmis
í annarri ræðu sinni, aff öll ný tónlist veki
furðu og hafi alltaf gert og nefnir til dæm-
is um þetta, að þegar Hetjuhljómkviða
Beethovens (þriðja hljómkviðan) hafi ver-
ið leikin í París í fyrsta sinn, þá hafi hljóm-
sveitarmenn lagt frá sér hljóðfærin i miðri
æfingu og upphafið hlátrasköll.
Hvað er nú verið að gefa í skyn með því
að segja þessa sögu í því sambandi, sem
hér er um að ræða? Fyrst og fremst það, að
álíka afkáraleg og mönnum þyki nú atóm-
tónlistin hafi mönnum þótt tónlist Beethov-
ens, meðan hann lifði, en eins og tónlist
hans sé nú alviðurkennd sem hin æðsta
snilld, svo megi og vænta þess, að atómtón-
listin eða nokkur hluti hennar að minnsta
kosti muni öðlast viðurkenningu framtíðar-
innar sem háleit list, þó að hún eigi enn
sem komið er litlum vinsældum að fagna.
Við þessu er nú í fyrsta lagi það að segja,
að milli tónlistar Beethovens og atómnýtízk-
unnar er staðfest himinvíðátta, og það sæm-
ir engan veginn slíkum manni sem Jóni
Leifs að nefna þetta tvennt í sömu and-
ránni, eins og um sambærilega hluti væri
að ræða. I öðru lagi er það aff athuga, að
enda þótt forsendan væri rétt, að Beethov-
en hefði veriff svona lítilsvirtur af samtíð
sinni, þá væri auðvitað ekki þar með sagt,
að atómtónlistin væri góð og hlyti að vinna
sér hylli framtíðarinnar líkt og tónlist Beet-
hovens eða annarra fyrri tíma snillinga.
Sannleikurinn mun einmitt vera sá um þá
tónlist fyrri tíma, sem ekki naut viðurkenn-
ingar samtíðar sinnar, að meiri hluti henn-
ar á ekki heldur almennri viðurkenningu
að fagna af hálfu nútíðarmanna. Þó að
397