Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Side 131

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Side 131
NOKKRAR HUGLEIÐINGAR UM NÝJA TÓNLIST Jón er að ávarpa, mun sem sé komast að raun um það, að tiltekið tónverk hans hlýt- ur eigi aðeins annaðhvort lof eða last, held- ur lof sumra, en last annarra, og hvernig skal þá hið unga tónskáld snúast við, ef lofið skal vera því merki um fánýti verks- ins, en lastið hinsvegar sönnun um ágæti þess? Það fær sem sé alls ekki staðizt, jafnvel þó að Nietzsche kunni að hafa haldið ein- hverju slíku íram, að enginn sé bær að dæma af viti um listaverk nema höfundur þess sjálfur, en þetta virðist Jón Leifs ein- mitt gera að sinni skoðun fyrirvaralaust eða fyrirvaralítið. Hið sanna er vitanlega það, að dómar um list eru ýmist góðir eða slæmir, allt eftir listskyni og heiðarleik þess, sem dæmir, og að góð gagnrýni er listmenningunni eins nauðsynleg og slæm er henni óþörf. Það er líka staðreynd, að til grundvallar listsköpun og listmati liggja mismunandi hæfileikar, sem geta farið sam- an, en þurfa ekki að gera það, svo að mjög vel getur komið fyrir og enda engan veginn óalgengt, að gagnrýnandi, sem ekki er sjálf- ur skapandi listamaður, sé dómbærari á til- tekin listaverk en höfundur þeirra. Fyrir því getur það aldrei orðið ungum lista- mönnum hollt, að brýnt sé fyrir þeim að fyrirlíta alla gagnrýni og telja sjálfa sig eina dómbæra um gildi afurða sinna. Slíkt er aðeins til þess fallið, sem sízt skyldi, að mæla upp í þeim sjálfbirgingsskap. Nú skal ég að vísu manna fúsastur viður- kenna, að æðimikið af listdómum vorra tíma sé „markleysa ein“. Listrýni virðist einmitt vera í samskonar niðurlægingu á marga lund og listin sjálf þessa áratugina, og lægst kemst hún, þar sem hún gerir sér að verkefni að vegsama einmitt þessa niður- lægingu sem nokkurs konar gullaldarfyrir- bæri listmenningarinnar. Af þessum sökum vil ég gjarna taka undir með Jóni Leifs, er hann hvetur hina ungu höfunda tónverka þeirra, sem hér hafa verið gerð að umtals- efni, til að trúa varlega lofi, er á þessi og þeirn lík verk þeirra kann að verða hlaðið, og líta heldur á slíkt lof sem vísbendingu um það, að núverandi stefna þeirra sé ekki sem heillavænlegust. Hins vegar myndi ég vilja ráða þessum tónskáldum til þess að hlusta gaumgæfilega eftir allri gagnrýni, því að sé hún rökstudd, heiðarleg og góð- gjörn, mun hún einmitt geta orðið þeim hjálp til að komast af refilstigum á réttan veg. 10. Hugmyndir um ný tónsmíðakerfi Jón Leifs segir í síðari ræðu sinni, að Ferruccio Busoni hafi „rannsakað í botn allar kontrapúnktískar tækniaðferðir tón- listarinnar" um aldamótin 1900 og komizt að raun um, „að möguleikunum væri þar öllum náð og þeir tæmdir". Hér er nú ekkert smátt fullyrt, og myndi víst margur kippa sér upp við minni fregn. Hvað skyldi þá hæft í þessari miður hóf- legu staðhæfingu eða í hvaða skilningi myndi Busoni hafa gerzt „frumherji hinnar nýju tónlistar með hinum óendanlegu fram- tíðarmöguleikum", eins og Jón kemst að orði? Rétt er, að Busoni var með ýmsar bolla- leggingar um það, að tónsmíðakerfi vort væri tæmt að nýsköpunarmöguleikum, og kom meðal annars fram með hugmynd þriðjungstónastiga og annarra smátóna- stiga, er lagðir skyldu til grundvallar nýrri tónsmíðatækni, án þess þó að sýna fram á, hvernig slíka tónstiga mætti hagnýta til raunverulegrar listsköpunar. Af orðum Jóns mætti hins vegar ráða, að Busoni hefði með einhverskonar vísindarannsókn- um fært sönnur á það, að hið hefðbundna tónakerfi þeirra tíma væri þurrausið og óhæft til frekari tónsköpunar. Ekkert er fjær sanni, enda kver Busoni um þessi efni TÍMARIT MÁLS OC MENNINCAR 401 26
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.