Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Qupperneq 134
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
fyrirbæra sem konkretísku og elektrónsku
í tónlist Islendinga. Það er eins og sjálfur
spámaðurinn gerðist trúníðingur.
Eins og áður segir, hef ég kosið að hafa
þessa ritgerð öðrum þræði í formi vinsam-
legrar rökræðu við Jón Leifs. Astæðan til
þess er annarsvegar sú, að ræður hans tvær
í Listamannaklúbbnum gefa svo sérstaklega
tilvalið efni til að athuga ýmis mikilsverð
atriði þessara mála og leiðrétta margan
misskilning, sem ekki mátti lengur dragast,
að leiðréttur yrði, en hinsvegar er Jón sá
maður, sem líklegur er til þess, að mark
verði á honum tekið, jafnvel þá er hann fer
með hæpnar eða f jarstæðar fullyrðingar, ef
ekki er hreyft mótmælum. Að hinu leytinu
vil ég gjarna taka það fram til andvægis
þeirri gagnrýni, sem ég hef hér fest á blað,
að ég met Jón Leifs mikils og tel liann
hafa margt lofsvert af mörkum lagt til ís-
lenzkra tónlistarmála. Þykir mér hlýða
þessu til staðfestingar að vitna hér að lok-
um í afmælisgrein þá, er ég ritaði um hann
í Þjóðviljann 5. maí 1959 í tilefni sextugs-
afmælis hans. Þar segir svo meðal annars:
„Jón hefur átt hlutverki að gegna í tón-
listarlífi voru. Það er jafnvel ekki ofsagt,
að hann hafi haft þar köllun að rækja. Jón
Leifs má í raun og veru kailast postuli hins
þjóðlega í íslenzkri tónsköpun. Bjarni Þor-
steinsson var sá, sem fyrstur manna skildi
til hlítar gildi þeirrar menningararfleifðar,
sem fólgin er í þjóðlaginu íslenzka, og
bjargaði ómetanlegum verðmætum frá glöt-
un með söfnunarstarfi sínu. Jón Leifs tók
þar við og sýndi fram á gildi þjóðlagsins
fyrir íslenzkan tónskáldskap vorra daga.
Hann sýndi fram á bæði í orði og verki, að
þjóðlagið á í sér fólgið það frjómagn, að
upp af megi spretta þjóðleg íslenzk nútíma-
tónlist.
„Það má rökræða, hvort Jón hafi ekki
stundum farið út í öfgar í spámannlegri
ákefð sinni, og hvort þeirra öfga gæti ekki
allmjög í sumum tónverkum hans. Lfm hitt
verður ekki efazt, að hann hefur unnið
tónmenningu vorri ómetanlegt gagn með
því að vísa henni færan veg einmitt á því
tímabili, er hún var að byrja að komast til
þroska og hefði ef til vill að öðrum kosti
freistazt til að sækja helztu fyrirmyndir
sínar í rótlausar tízkustefnur þeirra upp-
lausnartíma, er gengið hafa yfir mikinn
hluta heims þessa síðustu áratugi. Slík
áhrif hafa ekki enn náð að vinna verulegan
skaða í íslenzkri tónsköpun, og þeirra hefur
raunar alls ekki gætt þar í sama mæli sem
í ýmsum öðrum listgreinum vorum. Mun
hiklaust mega þakka þetta að verulegu leyti
Jóni Leifs og baráttu hans ...“
Það væri leitt til þess að vita, ef fram-
tíðin reyndist verða að hnekkja þessu já-
kvæða gildismati á hugsjónastefnu Jóns
Leifs, vegna þess að hann hefði á efri árum
valið sér það hlutskipti að ganga fram fyr-
ir skjöldu einmitt þessum rótlausu erlendu
tízkustefnum til framdráttar á vettvangi ís-
lenzkrar tónsköpunar.
404