Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 139
SAGNASKEMMTUN OG UPPHAF ÍSL. BÓKMENNTA
til vill ætla. Það er hugsanlegt, mögu-
legt og jafnvel líklegt, að íslendingar hafi
skráð sögur snemma á 12. öld, en allar full-
yrðingar um það efni eru vafasamar. Hér
er enginn vettvangur til þess að rekja og
reifa þetta mál rækilega, en þó skal drepið
á nokkur atriði, sem Hermanni hefur láðst
að greina að mestu leyti, ef þau gætu orðið
einhverjum til glöggvunar á vandamálinu.
Eg hef þegar drepið á, að hinar bók-
menntasögulegu upplýsingar málfræðirit-
gerðarinnar frá 12. öld sanna ekkert um
það, að íslendingar hafi ekki skráð ein-
hverjar sögur á fyrri hluta aldarinnar.
I frásögninni af Reykhólabrúðkaupinu
hefur það verið talið þungt á metunum, að
þar segir, að þeir Hrólfur hafi sagt sögur.
Ilafi þeir haft rit fyrir sér, mundi nú vera
sagt, að þeir hafi flutt eða lesið upp sögur.
Hermann reynir að rökstyðja, að sögnin að
segja hafi að fomu getað haft sömu merk-
ingu og sögnin að lesa. Oruggasta dæmið
um þá merkingu sagnarinnar er að finna í
Sturlu þætti frá síðari hluta 13. aldar, en
það dæmi hefur þó verið vefengt, þótt Her-
mann geti þess að engu. Arið 1263 er
Sturla Þórðarson sagnaritari staddur á
skipi Magnúsar konungs lagabætis. „Sagði
hann þá Huldar sögu — betur og fróðlegar
en nokkur þeirra hafði fyrr heyrt, er þar
voru.“ Skipsmenn vilja „heyra til sögu, er
hann Islendingurinn segir ... Það er frá
tröllkonu mikilli, og er góð saga, enda vel
frá sagt“, segir í þættinum. Þar kemur, að
drottning sendi „eftir Sturlu, bað hann
koma til sín og hafa með sér tröllkonusög-
una ... Bað drottning hann segja þá sömu
sögu, er hann hafði sagt um kveldið ...
Ilann gerði svo og sagði mikinn hluta dags
sögu. En er hann hafði sagt, þakkaði
drottning honum og margir aðrir og þóttust
skilja, að hann var fróður maður og vitur“
(Sturl. n. 232—233).
Jón Helgason segir í bókmenntasögu
sinni, að ekki sé vitað, „að þessi langa
munnlega saga hafi nokkru sinni verið
skrásett" (t. v. r. 115), og Nordal telur, að
mestar líkur bendi til þess, að frásögnina
um Sturlu á konungsskipinu beri að skilja
þann veg, að hann hafi sagt óskráða sögu,
en gert það betur og rækilegar en menn
áttu að venjast (N. K. VIII, 227). Hins veg-
ar segir í skýringum við Sturlunguútgáf-
una 1946, II, 310, að orð drottningar: og
hafa með sér tröllkonusöguna -—• sýni, „að
Sturla hefur haft Huldar sögu skrifaða ...
Þó gæti það aðeins verið misskilningur
droltningar." Frásögnin af flutningi Huld-
ar sögu mun runnin frá Sturlu sjálfum, og
er á allan hátt eðlilegast að skilja orð hans
þann veg, að hann hafi haft söguna með sér
skrifaða og stuðzt við handritið, er hann
flutti hana. Sögnin að segja mun að fornu
oft hafa sömu eða svipaða merkingu og
sögnin að flytja á okkar dögum eða lesa
upp. Við genim allmikinn mun á verknað-
inum að lesa og lesa upp eða flytja, og á
miðöldum gerðu menn jafnvel enn þá
skarpari grein á þessu tvennu. Ari fróði
segir m. a. í íslendingabók 10. k.: „Þá var
skrifaður Vígslóði og margt annað í lögum
og sagt upp í lögréttu af kennimönnum of
sumarið eftir.“ Þannig hefði Ari ekki kom-
izt að orði, ef verkið að flytja efni af bók
hefði einungis verið kallað að lesa. Merk-
ingarmunurinn á sögnunum að lesa og
segja liggur ekki í því að fomu, að sá, sem
segi, flytji bókarlaust, en hinn rýni í letur,
af því að báðir gátu haft bækur fyrir fram-
an sig, en þeir fluttu efnið á ólíkan hátt.
Um lestur, lestrarkunnáttu og lestrar-
tækni manna á miðöldum hefur margt ver-
ið ritað. Mönnum hættir oft við að gleyma
því, að þá áttu menn ekki margra bóka völ.
Við höfum daglega fyrir augunum alls kon-
ar bækur og blöð. Bamaskólakrakki hefur
oft lesið meira magn bóka á okkar dögum
en hinir lærðustu menn miðalda lásu alla
409