Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Blaðsíða 142
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
latínusögUT“ (kap. 24). Hermann bendir
réttilega á, að sögur hinna helgu manna
hafi þeir biskup haft skrifaðar.
Á 13. öld er sögnin að lesa tvisvar notuð
um sagnalestur. Þorgils skarði dvelst á
Hrafnagili í Eyjafirði síðustu nóttina, sem
hann lifir. Það var 1258. Var honum þá les-
in sagan af Tómasi erkibiskupi í Kantara-
byrgi, allt þar til er unnið var á biskupi í
kirkjunni og höggvin af honum krúnan
(Þorgils saga skarða, 75. kap.). Frásögnin
sýnir, að höfundi hennar hefur verið kunn-
ugt, að sögnin að lesa hefur verið notuð um
lestur helgisagna. Hitt dæmið er í Hákon-
ar sögu eftir Sturlu Þórðarson, þar sem
segir frá andláti konungs. Sú frásögn er
ekki að öllu samhljóða í handritum. Þar
segir ýmist, að konungur hafi látið lesa sér
bifliam eða latínubælcur. Lét hann þá lesa
fyrir sér norrænubœkur nætur og daga,
fyrst heilagramanna sögur, og er þœr þraut,
lét hann lesd sér konungatal frá Hálfdani
svarta o. s. frv. Það er eðlilegt, að Sturla
noti í þessari frásögn hina virðulegu sögn
hátíðlegs lærdóms, en grípi ekki til máls
sagnaskemmtunarinnar, því að menn voru
ekki að skemmta sérvið dánarbeð konungs.
Allt fram á 14. öld gera menn hér yfirleitt
greinarmun á flutningi ritaðs máls af bók-
um.
Þeir nota sögnina að lesa um það að
flytja tíðir og lesa latínu, latínubækur. La-
tínulestur var jafnvel nefndur les, eins og
segir í biskupa sögum (vera lærður á
messusöng og les. Bisk. s. Bókmfél. I, 811).
Sögnin að ráða merkti að stauta það, sem
sett var saman á íslenzku og sennilega rit-
að með rúnum fyrst í stað eða eitthvað
fram á 12. öld.
Um það að flytja íslenzkt mál, ritað og
óritað, nota menn sögnina að segja. Hún
merkir snurðulausan flutning frásagna og
var einkum notuð um flutning laga og
sagnaskemmtun.
Þegar útbreiðsla bóklegra mennta, lestr-
ar og skriftar, óx, bókum og læsum mönn-
um fjölgaði, þá útrýmdi sögnin að lesa
smám saman þeim sögnum, sem tengdar
voru frumstigi ritaldar hér á landi. Á 12.
öld hefur það verið frásagnarverðara að
heyra góðan flutning ritaðra sagna en bók-
arlausa frásögn.
í frásögninni af Reykhólabrúðkaupinu
segir, að Hrólfur af Skálmarnesi hafi sjálf-
ur saman sett söguna af Hrómundi Grips-
syni. í Sturlungu segir frá því, að Sturla
Sighvatsson dvaldist löngum í Reykholti
um 1230 og lagði mikinn hug á að láta rita
sögubækur eftir bókum þeim, er Snorri
setti saman (fslendinga saga, 79. kap.). Hér
eru sömu orðin notuð um ritstörf Snorra
Sturlusonar og Hrólfs af Skálmamesi, svo
að honum er engin minnkun að félags-
skapnum. Annars er skemmst af því að
segja, að menn notuðu hér á frumstigi rit-
aldar ýmsar sagnir um það að skrifa á
sama hátt og þeir greindu á milli ýmissa
stiga í lestri ritaðs máls. f Sigurdrffumálum
Eddu segir m. a.:
Á horni skal þær rísta
og á handar baki
og merkja á nagli Nauð.
Og í Sólarljóðum, sem teljast frá 12. eða
13. öld, segir m. a.:
Blóðgar rúnar
vom á brjósti þeim
merktar meinliga.
í elzta skjali íslenzku, sem varðveitzt hef-
ur, samningi sem íslendingar gera við Ólaf
helga Noregskonung um 1020, segir:
„Þann rétt og þau lög gaf Ólafur hinn
helgi konungur íslendingum, er hér er
merktur. Gissur biskup og Teitur filius
ejus, Markús, Hreinn, Einar, Björn, Guð-
rnundur, Daði, Hólmsteinn. Þeir svóru þess,
að ísleifur biskup og menn með honum
412