Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Síða 149
UMSAGNIR UM BÆKUR
eða búið með ykkur.
Ég endurtek það ...
(V)
Löngu sögð orð skulu lija
og snúast gegn sínum munni,
bráðna sem jökull, vaxa sem á,
jylla munninn aj sandi.
(VI)
Og þar má einmitt finna sjálft manifest
höfundarins:
Listin er
athugun á eðli ...
(XXI)
Hljóðlát og aðgerðarlaus athugun virðist
einmitt vera afstaða Guðbergs til verkefn-
isins og mótorinn í stíl hans. Beztu sprettir
hans eru hlutlægar lýsingar:
Inni var mettað loft
og gluggarnir voru lœstir,
stofan var fyllt þeirri lykt,
sem alltaf er þegar rignir.
Það var rotin lykt
úr munnum ejtir svefninn,
af svita og þœfðri ull
og enn verri lykt af stelpum.
(„Á þeim aldri“)
Þó viðleitni þessa ljóðakvers sé óvenju
vönduð er það að vonum ekki svo mis-
brestalaust, að það hefði eitt og útaf fyrir
sig nægt til að sannfæra marga um að Guð-
bergur væri á góðri leið. Það gerir hins
vegar skáldsaga hans: Músin sem lœðist.
„Mamma var ekkja.
Við bjuggum tvö ein á neðri hæðinni. Á
efri hæðinni bjó Guðrún. Hún var líka
ekkja.
Húsið okkar stóð ofarlega á Torfunni, þar
sem öll byggðin var áður, meðan bátamir
rem úr Vörinni. Síðar, þegar lokið var
byggingu hafnarinnar úti hjá Tanga, og
risin stórútgerð þar, höfðu allir flutzt héð-
an. Eftir stóðu aðeins húsið okkar, húsið
norðan í móti, þar sem Einar eldri bjó, og
húsið hans afa. Það stóð miklu austar og
alveg niður við sjóinn.“
Þannig er sögusviðið strax afmarkað,
veraldarkriki þar sem nokkrar mannverur
hafa gleymzt þegar athafnasviðið flutti sig;
einangrun þess er upphaf og endir víta-
hringsins, sem lykur um þennan hóp. Tang-
inn og vegimir útí heiminn em fjarlægt og
næsta óraunverulegt baksvið. Þegar kon-
umar utan af Tanga rekast inneftir eru þær
framandi, því: „Þær unnu stöðugt í frysti-
húsinu en sátu á læknisdögum með gljáandi
og marglitar plasttöskur á ganginum. Sum-
ar báru einnig plasteymalokka í öllum
regnbogans litum, plasthatta og breið plast-
belti. Allar höfðu þær fengið sér nýjar
tennur, sem gerðu þær útmynntar.“ Sagan
gerist hér innfrá í kyrrstöðunni: „Eina til-
breytingin var þegar Guðrún á efri hæð-
inni kom niður og setist við lausa eldhús-
borðið hjá glugganum.“
Móðirin, Þórunn, er „viljasterk", dóm-
hörð og meinlætasöm einkum á líf annarra.
Þessi lífsafneitun byrgir henni sýn á allt í
fari fólks nema bresti þess, vandræði, sjúk-
dóma og helzt af öllu yfirvofandi dauða.
„Það á engum að leyfast að eyðileggja líf
annarra, jafnvel þó sá sem það gerir sé fað-
ir manns og að dauða kominn," segir hún.
Þessi dauðadýrkun vafin í stólræðuslitmr
presta og speki þeirra „alþýðlegu fræði-
rita“, sem fóðra lífsóttann og nærast síðan
á honum, ásamt dulhyggju og forlagatrú,
em henni orðin að óyfirstíganlegu trúar-
bragðakerfi, sem hún boðar söfnuði sinum:
drengnum Ólafi og rolunni Guðrúnu á efri
hæðinni.
Utan þessa safnaðar standa svo heimilin
tvö, þeirra Einars eldra og afans, Ólafs. Af-
inn er hressilegur karl, markaður fortíðinni
og sjónum. Atvinnuhættir hans hverfa með
419