Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Blaðsíða 21
staði betur, af meira listfengi og
formvöndun, og er ekki lítils um vert.
En hinsvegar hefur módernisminn
hin síðari ár haft margvísleg neikvæð
áhrif. Hann hefur þrengt ljóðið og
innihald þess, og honum hefur fylgt
einstaklingshyggj a, eintal skáldsins við
sjálfan sig, bölsýni, fjandskapur við
þjóðfélagsleg sjónarmið, lífsafneitun,
vantrú á allar hugsjónir, öll fyrirheit,
efasemdir um árangur eða tilgang
mannlegrar baráttu, síðborgaralegar
kenningar jafr.t um listir sem mann-
félag, og hafa áhrif módernismans á
gróðurlíf skáldskaparins í heild orð-
ið einstaklega ófrjó, eins og engan
þarf að undra sem fylgzt hefur með
þróun hans, ekki sízt frá því í stríðs-
lok, en hann er löngu þorrinn að hug-
myndum og stirðnaður í formi eða
v.hefur eylt orku sinni!“ eins og vest-
urþýzka ljóðskáldið Enzensberger
kemst að orði, og bætir við: „das
Moderne ist zum Nur-noch-Modernen
geworden“ (Hans Magnus Enzens-
berger: Einzelheiten II Poesie und
Politik). Þetta á þó einkum við um
þau lönd þar sem hann á lengsta sögu,
og vissulega er hér um svo víðtæka
bókmenntastefnu að ræða að áhrif
frá henni geta verið óendanlega
margbreytileg, en hér er um hana
rætt innan þeirra takmarka sem hún
bindur sér sjálf við þröngt svæði
jarðarkringlunnar,hin vestrænu lönd,
margstirðnuð, svo að utan við liggur
hið ólgandi mannhaf í öðrum heims-
Isle nzk Ijóðagerð 1966
álfum þar sem allar umbyltingarnar
eiga sér stað og þá auðvitað ekki síð-
ur í skáldskap en þjóðfélagsháttum.
Það er því lítil sönnun um byltingar-
stefnu í listum að telja sig módern-
ista, þó að það þurfi ekki heldur að
vera nein afsönnun. Með módernisma
er alls ekki átt við nútíma ljóðagerð
í heild sinni. m. a. mundu módernist-
ar ekki vilja heyra nefnt að nútíma
ljóðagerð í ríkjum sósíalismans eigi
neitt skylt við módernisma, ekki einu
sinni Ijóð eftir Bertolt Brecht. Og í
vesturálfu eru aðrar stefnur farnar
að keppa við hann, ný afsprengi með
nýjum nöfnum, nema enn fjarstæðu-
kenndari, svo sem absúrdsteínan, art
informel, mouvement pur og hvað
þær allar heita, en hin síðasttalda er
kennd við beat generalion, en höfuð-
prestur ðeaí/ií'A-safnaðarins, Jack
Kerouac, boðar sem „eitt af óhjá-
kvæmilegum hj álpartækj um“ rithöf-
undar: „Vertu ætíð bjánalega viöut-
an!“ Þá er avantgardism eða framúr-
stefna mjög í sókn þar sem hver
keppir fram úr öðrum á markaðnum
og hlaðið er undir nýjabrumið með
háværum auglýsingum og blaða-
skrumi. Og allt þetta eiga menn að
taka fyrir góða og gilda vöru. En
mun ekki öllu vissara að fara eftir
mati á einstökum verkum og höfund-
um en einhverju vörumerki sem klínt
er á þá? í heildarþróun sinni fylgir
módernismi hinu síðborgaralega
þjóðfélagi, koin upp í Frakklandi
115