Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Blaðsíða 114
Tímarit Máls og menningar
jafn áhrifaríkt og raun ber vitni, er m. a.
sú að ímynd Gyðingsins sem framandi og
samvizkulausrar „blóðsugu“ lifði enn í
hugum alltof margra. Þetta skýrir einnig
hve margir utan Þýzkalands gáfu gyðinga-
morðunum tiltöiulega lítinn gaum. Sósíal-
ismi heimskingjanna liorfði með velþókn-
un á Shylock leiddan til gasklefans.
Israel átti ekki aðeins að húa eftirlif-
endum gyðingasamfélaganna í Evrópu
„þjóðarheimkynni", heldur og að frelsa þá
undan smánarmarkinu sem hafði orðið
þeim svo örlagaríkt. Boðskapur kibbutz-
ismans, histadruth, og jafnvel Síonismans
hneig að miklu leyti í þessa átt. Gyðingar
áttu að snúa baki við milliliðastarfsemi
sinni og smákaupmennsku, hætta að vera
efnahagslegir og menningarlegir smyglar-
ar, burðarstoðir kapítalismans. Þeir áttu
að taka sér bólfestu í „sínu eigin landi“
sem verkamenn er vinna að framleiðslu-
störfum.
Samt koma þeir nú enn einu sinni fram
í Austurlöndum nær í hinu illa þokkaða
hlutverki umboðssala, ekki svo mjög fyrir
hönd þeirra eigin kapítalisma sem er til-
tölulega máttlítill, heldur fyrst og fremst
fyrir hönd voldugra og gróinna vestrænna
hagsmuna og nýkólóníalisma. Þannig líta
menn á þá í Arabaríkjunum, ekki að ó-
fyrirsynju. Þeir hafa enn einu sinni vakið
beiskju og hatur hjá nágrönnum sínum,
öllum þeim sem hafa einhvern tíma verið
eða eru ennþá fórnarlömb heimsvaldastefn-
unnar. Hvílík örlög fyrir þjóð Gyðinga að
hún skuli ætíð látin koma fram í þessu
hlutverki! Sem erindrekar hins unga kapí-
talisma voru þeir enn brautryðjendur fram-
fara innan lénsskipulagsins; en að ganga
erinda kapítalískrar heimsveldisstefnu
vorra tíma er vægast sagt hörmulegt hlut-
skipti, og einu sinni enn eru þeir komnir
í aðstöðu syndahafursins, ef á þarf að
halda. Ætlar hin sögulega hringferð gyð-
inga að enda þannig? Það getur hæglega
orðið ávöxturinn af „sigrunt" ísraels; a.
m. k. er sönnum vinum ísraels skylt að
vara það við því.
Á hinn bóginn er ekki vanþörf á að vara
Araba við sósíalisma og and-imperíalisma
heimskingjanna. Við treystum því að þeir
falli ekki fyrir honum, og þeir muni læra
af ósigrum sínum og ná sér aftur til að
leggja grundvöll að sannri íramfarastefnu
og sósíalisma í Austurlöndum nær.
208