Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Blaðsíða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Blaðsíða 84
Tímarit Máls og menningar Ljóðlist hans orkar einlæg og afvopn- andi, sökum þess að þær manngerðir sem hún leiðir í ljós eru hlálegar. En að baki því sem virðist meinlaust, er hún beisk og hættuleg á sama hátt og hafmeyjan eða sædjöfullinn, sem svo er lýst: „ikke bare dybtgáende/ men overfladesprængende gang pá gang/ pisker vanligt klimaets pænt ad- skilte elementer til flertydigt skum“. Benny Andersen setur sprengjur uudir innantóm- ar vanahugmyndir okkar og splundrar þeim. Sú efasemdarafstaða, sem er svo alger í hinni nýju ljóðagerð, verður að níhilisma hjá Poul Borum og Jens 0rnsbo. Ljóðabók Borums Dagslys (Gyldendal, 1966) viður- kennir tilgangsleysið sem grundvallarskil- yrði, sem verði við að búa: „Hvis du ikke ved hvad meningen/ er med dit liv/ da er det meningen". Ljóð hans eru samþjöppuð smábrot, þar sem allt óþarft er burtu sneitt til þess þau geti birzt sem skírar myndir eða hugsanir. Þau minna á Haiku-ljóðin japönsku. I haust sendi 0rnsbo frá sér fjórðu ljóðabók sína Tusdigte (Gyldendal). Níhil- ismi hans er andstæða níhilisma Borums, viðurkenningarlaus, uppvægur, niðurríf- andi. Ljóð hans eru árás í því skyni gerð að afhjúpa hinar fölsuðu dýrlingamyndir. Með miklum krafti tungutaksins leggur hann viðurkenndar hugmyndir að velli, hið viðkvæma, hátíðlega, hetjulega. Sem mál- snillingur er hann í hópi þeirra heztu; stíll hans er ofsafenginn, einskonar barok, sem næstum sprengir viðjar tungunnar, getur gert ljóð hans lokuð en einnig skemmtileg og jafnvel hrífandi skáldleg. Umhverfi hans er stórborgin og aflvaki hans nóttin, þar sem myrkt frumeðli ijóðs- ins nær að blómstra: Om aftenen nár babyernes hjerte er sláet til jorden og hundene kun g0r indad Má vera það sé hvatvíslegt að taka byrj- endur með í yfirlit sem þetta, því að liætt- an á röngu mati er mikil. Eitt ljóðskáld ætla ég samt að nefna, Henrik Nordbrandt, sem hlaut einn hinna stóru þriggja ára styrkja frá Dansk Kunstfond fyrir bók sína Digte (Gyldendal, 1966). Eftir heils ára- tugs auðuga ljóðagerð er hinn módernist- íski stíll orðinn svo gegnunninn, að hann er sjálfur orðinn að hefð, og leiðin fram á við liggur annaðhvort í áframhaldi þessar- ar liefðar eða í tilraunaátt, sem andæfir gegn henni. Henrik Nordbrandt velur fyrri kostinn, og skáldhörpuna hefurhann snilld- arlega á valdi sínu. Vel má líkja afstöðu ljóða hans til viðhorfa 0rnsbos. Þau eru oft níhilistísk, en níhilismi þeirra er kulda- legt þunglyndi og sjálfhæðin hnignun. Hann er fágaður og leiðir ekki til herferð- ar í nafni reiðinnar. Hinn möguleikinn, að endurnýja ríkj- andi hefð, heíur verið kannaður á ýmsan hátt undanfarin ár, eins og i hinni nyenkle poesi, scm í stað alls óskýrleika beitir af- dráttarlausri hreinskilni sem gerir ljóðin mjög aðgengileg, endaþótt grundvelli efa- hyggjunnar sé sjaldnast burtu kippt. Bezt dæmi þessa eru „Amagerdigte" (1965) eft- iri Klaus Rifhjerg, ljóðasyrpa um bernsku og æsku. A þessu útgáfuári hefur skáldið og sagnahöfundurinn Knud Holst sent frá sér ljóðabókina Samexistens (Borgen, 1966), sem er mörkuð sambærilegu við- hafnarleysi í stíl og svipuðu efnisvali. Stíl- einkenni þessara ljóða er einiöld bygging þeirra. Skáldið notar mælt mál til þess að tjá einfalda og hversdagslega hluti. Þessi nýja einfaldleikastefna er mótvægi gegn þeirri Ijóðlist sem leitar erfiðra orðasam- handa til þess að tjá það sem erfiðlega verður með orðum tjáð, „det billedlöse billede", eins og komizt er að orði á einum stað í hinni nýju bók Borums; en um nýj- an „skóla“ er naumast að ræða. Rifbjerg 178
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.