Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Blaðsíða 66
Tímarit Máls og mcnningar
klippingin skuli í nútímakvikmynd-
um nærfellt hafa glatað öðrum til-
gangi en þeim að þjóna frásögninni,
þ. e. a. s. hún er varla orðin annað en
framkvæmdaratriði við efnisniður-
röðun, hjálpartæki lil þess að segja
skýrt og greinilega frá en ekki til að
flytja neinn hoðskap í sjálfu sér. Þeg-
ar Eisenstein raðar saman myndum
frá aftöku verkamanna og öðrum frá
sláturhúsi í Verkjalli þá verður sann-
færingarkraftur „aðdráttarklipping-
ar“ hans öldungis óviðjafnanlegur.
Nútíma kvikmyndagerð afneitar þess-
ari klippingaraðferð (sem enginn
hefur nú lagt stund á um langa hríð)
en einnig öllum öðrum klippinga-
máta, sem er af hugmyndafræðileg-
um toga og sú afneitun er í nafni ein-
faldrar, heinnar og trúverðugrar
heimssýnar. Klippingin var í raun-
inni til þess gerð að veiða áhorfand-
ann í gildru þeirrar hugmyndafræði
sem þrengja átti upp á hann, fangelsa
vitsmuni hans með nauðungarsýni-
kennslu og einföldunum. Um „að-
dráttarklippingu“ sína liefur Eisen-
stein sagt, að vísu í gríni: „Hefði ég
verið betur heima í Pavlov á þeim
dögum mundi ég hafa kallað þetta
kenninguna um lislrænt áreiti“. Og
vissulega er aðstaða áhorfandans
andspænis aðdráttarklippingunni í
ætt við skilorðsbundið viðbragð:1
1 Ymsar hugmyndir þessarar gagnmerku
greinar bera gildi sitt í því einu hversu
vafasamar þær eru. Þessi kenning höfund-
það er krafa um frjálsræði áhorfand-
ans sem birtist í afneitun nútíma
kvikmyndagerðar á slíkum aðferð-
um, af sömu hvötum afneitar hún
táknmálinu, sem er annar háttur á
því að heltaka áhorfandann. Þegar
lonníetturnar í Potemkín vega salt á
kaðlinum eru þær að flytja sinn hoð-
skap fyrst og fremst, auk þess birt-
ast þær sem slíkar; það sem her fyr-
ir augu söguhetjunnar í Cleo de 5 á 7
þar sem hún horfir út um bílglugg-
ann og hugsar uin dauðann eru fyrst
og fremst myndir af hlutum (grímur,
líkkistur), tákngildið kemur á eftir
og eins er það með götuljósið í
L’Eclisse. Af sömu ástæðu er það
sem nýja kvikmyndin tíðast afneitar
dramatískri tónlist en kýs fremur af-
strakt, hlutlaus, kyrrlát, klassísk verk
(Bach eða Vivaldi t. d.) ellegar þá
tónlist skrifaða af mönnum á borð
við Giovanni Fusco (tónlist við
myndir Antonionis og Hiroshima
mon Amour), mönnum sem gert hafa
sér grein fyrir því að kvikmyndatón-
list á fremur að leitast við að skapa
listrænt andrúmsloft en að tyggja
upp inntak myndanna. Loks er svo
í úrvalstilfellum afneitun leikarans,
þessa ginnheilaga skrímslis, einkenni
Jjessarar viðleitni til að forðast hvað-
ar um endanlega lausn vandamálsins klipp-
ing er þó ekki einasta vafasöm, heldur
hreinasta þvaður — rétt eins mætti segja
að stuttn pilsin væru endanleg eilifðar-
lausu kvenfatatízkunnar. Þýð.
160