Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Blaðsíða 94
Tímarit Máls og menningar
menn sem eflaust voru til fengju að njóta
sín. En árið 1814 spretta þeir upp, heil
fylking gáfaðra manna gneistandi af fjöri
og athafnaþörf. Af öðrum greinum má
nefna „Forholdene i Norge da Arbeider-
partiet ble til“ og „Bergens by“, — nýtur
sú síðari þess að höfundurinn er sjálfur af
þeim slóðum. Allt er þetta traustur fróð-
leikur, en engan veginn þurr, því að Sverre
Steen er gæddur andlegu fjöri og stýrir
liprum penna. (Gyldendal N. F„ kr. 10,00).
Det jeg husker best eftir Sverre Lö-
herg stórþingsmann er merkileg heimild
um einn þátt úr sögu norsku þjóðarinnar á
stríðsárunum. Höfundurinn var ritari
Verkamannaflokksins í Skien á Þelamörk
við upphaf þýzka hemámsins. Hann átti
mikinn þátt í myndun leynilegra and-
spyrnusamtaka á þeim slóðum írá fyrstu
tíð hernámsins, en þýzka lögreglan varð
þess brátt áskynja og tók hann höndum og
hófst þá næstum fimm ára löng vist hans
í fangelsum og fangabúðum. Löberg segir
vel frá og er glöggur mannþekkjari og gam-
ansamur. Hann hefur sjálfstæðar skoðanir
og hefur ævinlega verið ósmeykur að láta
þær í Ijós. Þrátt fyrir þingmennsku sína l
flokki Hallvards Lie hefur hann frá upp-
hafi verið eindreginn andstæðingur þess að
Noregur væri í Nató. Hann kemur hér
einnig inn á gang mála eftir stríð. I þeim
kafla er frábærlega skemmtileg frásögn af
kynnum hans af Johan Schaffenberg lækni,
þeim merkilega manni og höfuðskörungi í
norskum menningarmálum. (Aschehoug,
kr. 36,00 og 45,00).
Frihetens öyeblikk eftir Jens Björneboe
er skáldsaga sem vakið hefur allmikla at-
hygli eins og raunar flest sem sá maður
lætur frá sér fara. Að vísu er bókin frem-
ur sundurlausir þættir en venjuleg skáld-
saga. Ilöfuðpersónan — og eiginlega eina
persónan — talar í fyrstu persónu og er
lengst af á flakki um meginland Evrópu,
yfirleitt drukkinn og gistir helzt í hóruhús-
um. Umræðuefni þess sífulla er helzt
hryðjuverk og allskonar viðbjóður enda
læzt sögumaður vera að skrifa „Bestialitet-
ens Historie".
Bókin er þann veg gerð að grípa má
niðri í henni hér og þar og lesa sér til meiri
eða minni skemmtunar — allt eftir um-
ræðuefninu — og óneitanlega eru ferða-
söguþættir hennar fjörlega skrifaðir og er
margt skrýtið hér engu síður en í kýr-
hausnum. Ekki dylst hneykslun og reiði
söguhöfundar á bak við allar hörmungalýs-
ingarnar og að hann vill vekja þá sem sofa
og láta sér fátt um finnast þótt enn sé hald-
ið áfram misþyrmingu smælingja saklausra
og varnarlausra. (Gyldendal N. F., kr. 35,00
innb.).
Vetl det siste jjell heitir skáldsaga eftir
Magnar Mikkelsen sem ritar gagnorðan
stíl og sterkan og fer hann vel efninu sem
er hrakningasaga nokkurra fátækra fiski-
manna og smábænda og búaliðs norður á
Finnmörk árið 1944 þegar þýzka herstjóm-
in taldi sér hentugt að eyða þá byggð.
Þetta er engan veginn sagnfræðilegt verk,
heldur um fram allt skáldverk um við-
brögð æðrulausra einyrkja við nýju böli.
(J. W. Cappelens forlag, kr. 31,50 innb.).
Nefna mætti ýmsar aðrar athyglisverðar
bóksögur og smásagnasöfn, — ber þar mest
á ungum konum sem skrifa af innri þörf og
ráða yfir mikilli íþrótt. Karin Bang hefur
þegar ritað nokkurar sögur og birt þrjú
Ijóðasöfn. Bók hennar Seilersberget er safn
þátta um efni úr átthögum hennar á Vest-
fold og eru að öðrum þræði bernskuminn-
ingar blandnar munnmælum og forneskju,
ævinlega í nánum tengslum við náttúru
lands og sjávar. I bókinni eru prýðilega
gerðar tréskurðarmyndir eftir Vemund
Tollefsen. (J. W. Cappelens forlag, kr.
29,00 innb.). — Ved stupet heitir ástarsaga
eftir Mona Lyngar, — og er ekki öll þar
188