Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Blaðsíða 96
Umsagnii* um bæknr
Endurtckniiigin
Það er erfitt að finna þess vott, — og þótt
blaðað sé í mörgum ritum — að gagn-
kvæmir kærleikar hafi lengi verið í millum
S0rens Kierkegaards annars vegar og ís-
lenzkra andans manna hins vegar, því þótt
Islendingar hafi hér áður fyrr löngum ver-
ið eins konar heimagangar í danskri menn-
ingu og sótt til Dana miklu meira en til
annarra þjóða, í andlegum sem veraldleg-
um efnum, þá ber svo undarlega við, að
það er eins og þeir hafi gleymt eða snið-
gengið þann höfund danskan, sem úti í
liinum stóra heimi er talinn mesti andans
maður Norðurlanda, en það er enginn
annar en S0ren Aabye Kierkegaard.
Kannski má þó segja, að það sé skiljan-
legt, að hinir gustmiklu og framsæknu
synir fjalladala íslenzkra, sem á síðustu
öld sóttu á Ilafnarslóð þá mennt, sem þeir
hugðu þjóð sinni rnega til mestra frain-
fara verða og eflingar á hraut veraldlegs
þroska og sjálfstæðis, hafi fremur sótt á
vit annarra andlegra leiðtoga en þessa
einræna sérvitrings, og þeir hafi fundið
hjá sér meiri hvöt til að kynna þjóð sinni
í þýðingu einmitt hugvekjur Mynsters Sjá-
landshiskups en rit Kierkegaards. Og ekki
er heldur annað að sjá en að í þau fáu
skipti, sem íslendingur hefur reynt að
nota sér af vizku og snilld Kierkegaards,
hafi það orðið meistaranum eigi til ann-
ars en angurs en landanum til hneysu:
svo fór t. d. fyrir Grími Thomsen, sem
fær á baukinn einhvers staðar í dagbókum
Kierkegaards fyrir að hafa skrifað upp úr
ritum hans í doktorsritgerðinni um Byron
án þess að geta þess, hvaðan það væri
fengið, og ekki fór betur fyrir Magnúsi
Eiríkssyni, sem vildi fá Kierkegaard í lið
með sér móti sameiginlegum óvini, Marten-
sen dósent, en fékk í stað liðveizlu háðu-
lega útreið frá penna Kierkegaards sem
kallaði þetta frumhlaup Magnúsar „en
taabelig Misforstaaelse".
En betra er seint en aldrei, og er nú
engu líkara en íslendingar vilji bæta fyrir
liðna vanrækslu og Misforstaaelse gagn-
vart Kierkegaard, með því að nú virðast
ungir menn keppast um að halda uppi
merki hans hér og þar, einn siglir utan til
að vinna að ritsmíð um hann á erlendu
máli, en annar gerir það, sem sízt minni
framtakssemi þarf til, en það er að þýða
eitt af ritum Kierkegaards yfir á íslenzku
og fá íslenzkan forleggjara til að gefa út á
prenti.3 Nú kynni kannski einhver að vilja
rekja þennan síðtilkomna áhuga íslenzkra
manna á Kierkegaard til þess, hve mjög
okkur hafi vaxið fiskur um hrygg í and-
legum efnurn jafnt sem veraldlegum, og
íslenzk menning liafi nú, líkt og íslenzkir
atvinnuvegir, „fært út kvíar“, þannig að
ekki megi minna vera en við fylgjumst
1 Constantin Constantius, Endurtekning-
in. Sálfræðileg tilraun, upphaflega útgefin
í Kaupmannahöfn hinn 16. október 1843
af Spren Kierkegaard. Þýdd og lauslega
skýrð af Þorsteini Gylfasyni. Helgafell
1966. 129 bls.
190