Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Blaðsíða 96
Umsagnii* um bæknr Endurtckniiigin Það er erfitt að finna þess vott, — og þótt blaðað sé í mörgum ritum — að gagn- kvæmir kærleikar hafi lengi verið í millum S0rens Kierkegaards annars vegar og ís- lenzkra andans manna hins vegar, því þótt Islendingar hafi hér áður fyrr löngum ver- ið eins konar heimagangar í danskri menn- ingu og sótt til Dana miklu meira en til annarra þjóða, í andlegum sem veraldleg- um efnum, þá ber svo undarlega við, að það er eins og þeir hafi gleymt eða snið- gengið þann höfund danskan, sem úti í liinum stóra heimi er talinn mesti andans maður Norðurlanda, en það er enginn annar en S0ren Aabye Kierkegaard. Kannski má þó segja, að það sé skiljan- legt, að hinir gustmiklu og framsæknu synir fjalladala íslenzkra, sem á síðustu öld sóttu á Ilafnarslóð þá mennt, sem þeir hugðu þjóð sinni rnega til mestra frain- fara verða og eflingar á hraut veraldlegs þroska og sjálfstæðis, hafi fremur sótt á vit annarra andlegra leiðtoga en þessa einræna sérvitrings, og þeir hafi fundið hjá sér meiri hvöt til að kynna þjóð sinni í þýðingu einmitt hugvekjur Mynsters Sjá- landshiskups en rit Kierkegaards. Og ekki er heldur annað að sjá en að í þau fáu skipti, sem íslendingur hefur reynt að nota sér af vizku og snilld Kierkegaards, hafi það orðið meistaranum eigi til ann- ars en angurs en landanum til hneysu: svo fór t. d. fyrir Grími Thomsen, sem fær á baukinn einhvers staðar í dagbókum Kierkegaards fyrir að hafa skrifað upp úr ritum hans í doktorsritgerðinni um Byron án þess að geta þess, hvaðan það væri fengið, og ekki fór betur fyrir Magnúsi Eiríkssyni, sem vildi fá Kierkegaard í lið með sér móti sameiginlegum óvini, Marten- sen dósent, en fékk í stað liðveizlu háðu- lega útreið frá penna Kierkegaards sem kallaði þetta frumhlaup Magnúsar „en taabelig Misforstaaelse". En betra er seint en aldrei, og er nú engu líkara en íslendingar vilji bæta fyrir liðna vanrækslu og Misforstaaelse gagn- vart Kierkegaard, með því að nú virðast ungir menn keppast um að halda uppi merki hans hér og þar, einn siglir utan til að vinna að ritsmíð um hann á erlendu máli, en annar gerir það, sem sízt minni framtakssemi þarf til, en það er að þýða eitt af ritum Kierkegaards yfir á íslenzku og fá íslenzkan forleggjara til að gefa út á prenti.3 Nú kynni kannski einhver að vilja rekja þennan síðtilkomna áhuga íslenzkra manna á Kierkegaard til þess, hve mjög okkur hafi vaxið fiskur um hrygg í and- legum efnurn jafnt sem veraldlegum, og íslenzk menning liafi nú, líkt og íslenzkir atvinnuvegir, „fært út kvíar“, þannig að ekki megi minna vera en við fylgjumst 1 Constantin Constantius, Endurtekning- in. Sálfræðileg tilraun, upphaflega útgefin í Kaupmannahöfn hinn 16. október 1843 af Spren Kierkegaard. Þýdd og lauslega skýrð af Þorsteini Gylfasyni. Helgafell 1966. 129 bls. 190
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.