Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Blaðsíða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Blaðsíða 37
Á Halýsbökkum A amtmannsskrifstofunni kannast enginn við í fyrstu að hér búi nein þjóð merkilegri en Tyrkir; eftir langa rekistefnu rámar þó fulltrúa amtmanns í að einhversstaðar muni finnast reytingur af Sirkössum í héraðinu, vill þó sem minnst um þá tala. Að síðustu ber samt forvitnin hærra hlut og innborin kurteisi, kynfylgja landsmanna þegar þeim er sjálfrátt, og hann gerir boð eftir starfsveinum sínum, ef einhver sé sem þekki Sirkassa af orðspori. Og það nemur ekki Iöngum togum unz heil hersing kontórista þyrpist inn í her- bergið; hver maður heilsar á sína tungu, Sirkassar, Kabarðínar, Lesgar, Georgíumenn, Lazar ...; þetta er eins og hjá postulunum á pikkisdögum. Þar er á meðal annarra manna hávaxinn piltur grannleitur, ívið ljósari yfirlitum en títt er í þessum sveitum og yrði þó kallaður dökkleitur á Norð- urlöndum; hann verpur orði á mig, réttir mér höndina og segir: De bon horz, komdu sæll og vertu velkominn, mikið hefur verið beðið lengi eftir þér. Stundu síðar sit ég yfir teglasi með ossetiskum vinum ... Vagninn fer á stað jöfnu báðu óttu og miðs morguns. Landið er heldur ljótt, nær ófrjóar heiðar, fjær reginfirnindi furuvaxin, bergið ljóslitt eða rautt. Á stöku stað er þorpskríli í dalverpi, aldingarðar og plóglönd, gæsir vappandi í vegbrúninni, kerling að amstra, með skuplu og dulu fyrir andlit- inu, í forinni liggur vísundur og kælir sig, dánumannsgripur, strákar á sundi í mórauðri lækjarsytru. Einhversstaðar nemur vagninn staðar, síðan er gengið spölkorn unz komið er í þorp uppi í brekkunni. Það er rniður morgunn; á torginu sitja nokkrir bændur fyrir utan krá og skeggræða; þeir standa á fætur og bjóða gesti velkomna; okkur er óðara borið te. Skólakenn- arinn — ég kalla hann Hodja með sjálfum mér — hefur orð fyrir heima- mönnum og spyr tíðinda: er langt að komið, hvert er verið að fara? Gestur segir af hið léttasta, að hann er lítillátur grammaticus upp fæddur á vind- börðum blágrýtisurðum úti á heimsenda, við dauf fræði, og er nú hingað kominn til ríkja Míþrídats konungs að hafa uppi Sirkassa þá sem kalli sig Irona, frændur konungs og Zaraþústru, og kunni forna tungu hinna skýþnesku grasheiða; sé þeir sagðir búa hér fram til dala, undir Hvítfelli. Hodja kann skil á hverju eina; og þegar hann hefur sagt til vegar, en ég leyst úr spurningum hans um jarðargróður og skólahald í átthögum mínum, örkum við áleiðis upp úr þorpinu. Stigur liggur fram með fjallsrótum; næst þorpinu eru aldingarðar, síðan taka við kornakrar, sprottnir byggi, hveiti og rúgi, í hh'ðinni vaxa víðikjörr og lyng. Á ökrum snapa starar, fasanar og ak- urhænur, örn vokir í hömrum, froskar kvaka hjá litlum læk. Eftir stundar- 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.