Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Blaðsíða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Blaðsíða 89
Nýjar danskar bókmenntir í ljóðabókinni „Idylia“, sem „Danskere" líkist að ýmsu leyti. Fyrri helmingur sjöunda áratugsins var tími smásagnahöfundanna. Þar sem heita mátti reglan á sjötta tuginum, að höfundur hæfi feril sinn sem Ijóðskáld, komu nú fram margir nýir menn með smásagnasöfn sem fyrstu bók, og Ijóðskáldin tóku að skrifa prósa. Tveir hinna ungu prósahöfunda sem byrjað hafa með smásagnasöfnum, Sven Holm og Dorrit IFillumsen, hafa sent frá sér skáldsögur sl. vetur. Jomfrutur eftir Sven Ilolm (Gyldendal, 1966) er stutt og gamansöm líkingafrásögn af hinni sígildu menntaskólaást og þeim vandamálum, sem kornungt fólk „með fastráðnum foreldrum" getur átt við að stríða til að nálgast hvort annað. Stíll bókarinnar er velheppnuð rannsókn á litrfku og myndrænu tungutaki módernismans með gamansamri nýtingu á ofldæðismöguleikum þess. Fyrst og fremst er bókin ástarjátning, ástþrungið eintal til ástkonunnar. Sagan átti skilið að hljóta kímniskáldskaparverðlaun ársins, enda fékk hún þau. Það er einkenni hins nýtízkulega prósa, að hann er skrifaður í fyrstu eða annarri persónu. Aðferðina má skoða sem afleið- ingu af afstöðu módernismans, sem gerir þriðjupersónufrásögn ómögulega, sökum þess að hún tortryggir hlutlæga og skipu- leggjandi afstöðu höfundarins, sem er ein- kenni hefðbundins prósa. Bæði „Jomfru- tur“ og fyrsta skáldsaga Dorrit Willumsens, Stranden (Gyldendal, 1967) eru skrifaðar í fyrstu persónu, en þar sem „Jomfrutur“ er eintal vi’ð aðra aðalpersónu bókarinnar, þá er „Stranden" innra eintal, sem beinist ekki að neinum sérstökum. Það er enginn þú í bókinni, aðeins hinn gruflandi ég og fjarstæðukennt umhverfið, sem sögumaður er fullkomlega utan við. Og það er einmitt þessi einangrun, sem er aðalstef bókarinn- ar. Líkt og aðalpersónurnar hjá Rifbjerg og I.eif E. Christensen er sögumaðurinn ófær um að komast í mannlegt samband við aðra. Hann forðast það jafnvel, strýk- ur frá konu sinni til Spánar og einangrar sig þar svo rækilega, að hann verður að lokum bókstaflega að engu. Tvær síðasltaldar bækur sýna — ásamt nokkrum öðrum — að nýtízkuprósinn hef- ur, líkt og nýtízkulýrikin, tekið út þroska sinn, hann er fullsmíðað tæki, sem hinir ungn geta án frekari fyrirvara gripið til og notfært sér. Jafnframt virðast margir hinna eldri módernista vera komnir á það stig í höfundarþróun sinni, að vænta megi frá þeim þeirra helztu ritverka. Utlitið innan dansks prósaskáldskapar gefur góð fyrir- heit. Sama verður ekki sagt um leikritið, sem stendur höllum fæti þessi árin. Meginhluti danskrar leikritagerðar kemur fram í hljóðvarpi, sjónvarpi og gamanleik (revy), þar sem Rifbjerg, Erik Knudsen, Panduro o. fl. hafa haldið uppi ádeiluhefðinni. Árið 1966 voru þrjú dönsk leikrit frum- sýnd á sviði. Nik Nik Nikolaj (Gyldendal, 1966) eftir Erik Knudsen, sem sýnt er í Álborg Teater, er samtímaádeila á lista- mann sem hvorki hlýtur vinnufrið í austri né vestri, sökum þess að bæði hið komm- úníska og kapítalíska þjóðfélagsform stríð- ir gegn sönnum húmanisma. BalidenBorg- erlige (Gyldendal, 1966) eftir Ernst Bruun Olsen, sem var sett á svið í Det ny Teater í Kaupmannahöfn, er sömuleiðis ádeila, en með öllu nákvæmara og tímabærara mark- miði. Líkt og leikfrumsmíð Bruun Olsens, „Teenagerlove“ frá 1962, er það söngleik- ur með leikhefð Brechts og Kurts Weills að fyrirmynd, auk amerískra söngleikja. Ádeilunni er í þetta sinn beint að borgara- lega þróaðri verklýðsstétt (og þar með gegn dönsku sósíaldemókratíi) sem að 183
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.