Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Blaðsíða 30
Tímarit Máls og menningar
tímana í ]jósi breytinga úr kapítal-
isma í sósíalisma, þeas. meginstefnu
þeirra, standa menn ráðþrota og ótta-
slegnir frammi fyrir þeim og augun
formyrkvast á hlutverk mannfélags-
ins og lífstilgang, og verkin bera þá
ekki framar neina birtu. Þeir sem nú
á tímum hafa ekki trú á sósíalisma
eða hafa misst hana eiga ekki heldur
trú á manninn eða þjóSfélagslegan
tilgang. En þaS hefur orSiS árátta
margra skálda aS undanförnu aS
vilja tæta manninn í agnir í orSi og
hugsun, svo aS samtímis því aS vís-
indin hafa opinberaS óumræSilegt
afl hans og beint flugi hans til stjarn-
anna vakir hjá þeim ekkert nema ótt-
inn. Fyrr á öldum var náttúran þaS
afl sem menn óttuSust, en hafa sigr-
azt á og beizlaS í sínar þarfir. Nú er
þjóSfélagsveruleikinn í margra aug-
um ennþá ógurlegra afl, sem hræSir
menn, og margir sjá þar ekki annaS
en ógnir, fremur en áSur í náttúr-
unni, eSa óviSráSanleg öfl, blindir á
aS meSvitund mannkynsins um sjálft
sig, kjör sín og aSstæSur, er Ijósari
en nokkru sinni áSur og mátturinn
lil aS breyta þeim, þekking og tækni,
aldrei meiri né möguleikinn til aS
skapa þjóSunum æ batnandi og fjöl-
skrúSugri veröld og gefa þeim ör-
lagataumana í sínar hendur.
Mörgum kann aS finnast aS ég sé
kominn langt frá efninu, hvernig ljóð
séu ort á Islandi um þessar mundir,
en aS yrkja ljóS er annaS en smíða
ausutetur, þaS er aS taka veruleikann
á vald sér til að breyta honum, og
bera kyndil lífsins. En þaS sem okkur
varðar auðvitað mestu eru aðstæð-
urnar hér á landi, hinn íslenzki veru-
leiki, hvert afl skáldin hafa til aS
gefa honum mynd og ljósa drætti og
hvert afl þau glæSa meS sér til að
umbreyta honum, hversu djúpt þau
grípa í samtíð sína, því að slíkt sker
einatt úr um mikilleik verksins, jafnt
form sem innihald, verkiS í sinni
heildarstærS. En fram aS þessu hef
ég geymt mér að tala um tvö skáld
sem gáfu út ljóðabækur á árinu sem
leið, þá Hannes Sigfússon og Snorra
Hjartarson, og verður það gert i
framhaldi af þessari grein.
124