Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Blaðsíða 34
Timarit Máls og menningar
er Pompejus rændi að unnum konunginum, ógrynni fjár, og flutti með sér
til Rómaborgar og fórnfærði þarlendum guðum á Kapitólíum; en nú eru
sagnfræðingar búnir að afsanna það eins og annað, og tætturnar líklega af
býzanskri kirkju eða grísku hermítabæli.
Þar sprettur upp í fjallinu gróðursöm á, skrifar heilagur faðir Gregóríus
frá Nyssu, og fellur í breiðum sveig um vellina og endar að síðustu í lítilli
tjörn; þaðan veita bændur vatni eftir ræsum á engjar sínar og aldinlundi,
kvíslast áin svo alla vega og færir hverjum manni nokkura glíun. En víðförull
maður sá er hefur verið í mörgum landsálfum, þá leiðir hann hér skjótt í
hug sér Halýsá, þá er fyrir sakir mikilleika síns er talin með þjóðám og að
ágætum höfð í heiminum; flytur hún landinu ólítinn glaðning, segir guðs
vinur.
Landið liggur hátt yfir sjóarmáli, eitthvað 1300 metra stendur á töflu ut-
anhallt við bæinn; vetur eru yfrið kaldir, árnar liggja einlægt, plógkörlum
er eins gott að reyra sig ef rokið á ekki að fletta þá klæðum. Korn vex þar,
bygg og hveiti og margsháttuð aldin; vínviður þekkist aftur ekki; ósigldur
maður, skrifar klerkur, spyr jafnófróðlega að vínberjum og vér að þeim at-
burðum sem verða hj á Indum.
I Sívas hafa verið krossgötur og lestamannaherbergi frá ómunatíð; kon-
ungsbraut Persa lá hér um að fornu, milli Súsu og Efesus, og enn er hér
áningarstaður þeim sem eiga leið austur á Meðalland og til Persíu. Þess er
ekki getið hvað bærinn hét fyrir öndverðu, á dögum Rómverja er hann
nefndur Sebasteia, það er Agústsborg. Þar var lengi höfuðstaður í ermskum
skattlöndum stólkonungs, síðar í sjálfráðu furstaríki um tíma, unz Seldjúkar
unnu landið á ofanverðri 11. öld. Enn bjó í bænum æði margt ermskra manna
í byrjun þessarar aldar, og sér þeirra enn merki hér og hvar, legtitla og sitt-
hvað fleira sem hýrgar hjarta förumanns; en nú hafa Tyrkir upprætt þá.
Seldjúkar létu reisa í borginni forkunnleg mannvirki, fögur musteri og
veglega skóla, og um eitt skeið var hér einn ágætastur staður í Austurlöndum.
En um haustið 1400 var Tímúrlenk hér á ferð að vinna heiminn; og er hann
hafði brotið borgina, lét hann drepa þar alla kristna menn en þyrmdi mú-
hameðsmönnum; þá voru grafnir samdægurs fjögur þúsund Ermlendingar
lifandi í einni gröf. Og að því búnu hélt hann áfram ferðinni.
Síðan hefur staðurinn verið lítilsháttar; einstaka brotinn veggur stendur
til minningarmarks um fyrri daga, skrautlegur stöpull eða liátimbrað port,
allt krotað dýrindis letrum, spaklegum orðskviðum og guðlegum spámælum;
128