Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Side 34

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Side 34
Timarit Máls og menningar er Pompejus rændi að unnum konunginum, ógrynni fjár, og flutti með sér til Rómaborgar og fórnfærði þarlendum guðum á Kapitólíum; en nú eru sagnfræðingar búnir að afsanna það eins og annað, og tætturnar líklega af býzanskri kirkju eða grísku hermítabæli. Þar sprettur upp í fjallinu gróðursöm á, skrifar heilagur faðir Gregóríus frá Nyssu, og fellur í breiðum sveig um vellina og endar að síðustu í lítilli tjörn; þaðan veita bændur vatni eftir ræsum á engjar sínar og aldinlundi, kvíslast áin svo alla vega og færir hverjum manni nokkura glíun. En víðförull maður sá er hefur verið í mörgum landsálfum, þá leiðir hann hér skjótt í hug sér Halýsá, þá er fyrir sakir mikilleika síns er talin með þjóðám og að ágætum höfð í heiminum; flytur hún landinu ólítinn glaðning, segir guðs vinur. Landið liggur hátt yfir sjóarmáli, eitthvað 1300 metra stendur á töflu ut- anhallt við bæinn; vetur eru yfrið kaldir, árnar liggja einlægt, plógkörlum er eins gott að reyra sig ef rokið á ekki að fletta þá klæðum. Korn vex þar, bygg og hveiti og margsháttuð aldin; vínviður þekkist aftur ekki; ósigldur maður, skrifar klerkur, spyr jafnófróðlega að vínberjum og vér að þeim at- burðum sem verða hj á Indum. I Sívas hafa verið krossgötur og lestamannaherbergi frá ómunatíð; kon- ungsbraut Persa lá hér um að fornu, milli Súsu og Efesus, og enn er hér áningarstaður þeim sem eiga leið austur á Meðalland og til Persíu. Þess er ekki getið hvað bærinn hét fyrir öndverðu, á dögum Rómverja er hann nefndur Sebasteia, það er Agústsborg. Þar var lengi höfuðstaður í ermskum skattlöndum stólkonungs, síðar í sjálfráðu furstaríki um tíma, unz Seldjúkar unnu landið á ofanverðri 11. öld. Enn bjó í bænum æði margt ermskra manna í byrjun þessarar aldar, og sér þeirra enn merki hér og hvar, legtitla og sitt- hvað fleira sem hýrgar hjarta förumanns; en nú hafa Tyrkir upprætt þá. Seldjúkar létu reisa í borginni forkunnleg mannvirki, fögur musteri og veglega skóla, og um eitt skeið var hér einn ágætastur staður í Austurlöndum. En um haustið 1400 var Tímúrlenk hér á ferð að vinna heiminn; og er hann hafði brotið borgina, lét hann drepa þar alla kristna menn en þyrmdi mú- hameðsmönnum; þá voru grafnir samdægurs fjögur þúsund Ermlendingar lifandi í einni gröf. Og að því búnu hélt hann áfram ferðinni. Síðan hefur staðurinn verið lítilsháttar; einstaka brotinn veggur stendur til minningarmarks um fyrri daga, skrautlegur stöpull eða liátimbrað port, allt krotað dýrindis letrum, spaklegum orðskviðum og guðlegum spámælum; 128
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.