Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Blaðsíða 95
Norskar bœkur
sem hún er séð og snýst raunar mest um
þær ástir sem kenndar eru við Lesbos.
Stíllinn einkennist af einræðum, sumpart í
sendibréfsformi. (J. W. Cappelens forlag,
kr. 31,50 innb.). — Nfidrop jra en myk
soja er safn tólf smásagna eftir Bjprg Vik,
og er það önnur bók hennar af því tagi.
Þetta eru tólf tilbrigði eins og sama tema:
konan og ástin. En í hverri sögu er nýr
þáttur tilfinningalífs tekinn til athugunar,
— og ávallt er það nútíma kona og nútíma
þjóðfélag, nýir hættir og ný vandamál. Hér
eru margar nærfærnar athuganir án þess
að sagan breytist í sálgreiningarritsmíð,
því að höfundi fatast ekki tökin á skáld-
skapnum, stemmningunni, andrúmsloftinu.
Veidur þar mestu stíllinn sem jafnframt
því að vera iátlaus og tær leikur sér að
því ósagða og því ósegjanlega. (J. W.
Cappelens forlag, kr. 33,00 innb.).
Noveller i utvalg hefur að geyma 22 smá-
sögur eflir Torborg Nedreaas, valdar úr
smásagnasöfnum hennar sem út hafa komið
síðan 1945. Urvalið er gjört og útgefið í
tilefni af sextugsafmæli höfundar síðast
liðið haust. Hún er ótvírætt einn snjallasti
smásagnahöfundur Norðmanna um þessar
mundir og er ekki lítils virði að fá úrval
sem leiðir í ljós þróun og þroska gáfaðs
listamanns. Smásagnasafnið Den siste polka
frá 1965 sýndi frásagnarlist á háu stigi, —
einkum hæfileika til að láta persónur lifa
sínu eigin lífi, lýsa sér sjálfar í orði og
verki, — stranga takmörkun sviðs og at-
burða, en um leið opnuð sýn til hins al-
menna og þess sem æ varir. (Aschehoug,
kr. 43,00 innb.).
Eigi má undan fella að geta þeirrar bók-
ar sem að sönnu mun mega kalla metsölu-
bók ársins. Bókin heitir Munnspil under
ápen himmel og höfundurinn Erik Bye, —
vinsæll sjónvarpsmaður, en segir hér
skemmtilega frá flækingi sínum um Banda-
ríkin á árunum eftir stríð. Háskólaprófi
lauk hann þar í enskum og amerískum bók-
menntum, en virðist annars hafa fengizt
við svo að segja allt milli himins og jarðar.
Hann lýsir með samúð og skilningi og
gamansemi margvíslegu fólki sem á leið
lians verður. (J. W. Cappelens Forlag, kr.
24,50 innb.).
Norsk lyrikk, Etterkrigstiden, en antologi
ved Georg Johannesen, geymir úrval úr
kveðskap 39 skálda og hefur eitt þeirra val-
ið, — maður sem nú er talinn í fremstu
röð ljóðskálda í Noregi. Skáldunum er
raðað eftir aldri og byrjað á tveimur sjö-
tugum, Tarjei Vesaas og Astrid Tollefsen.
Yngstur er Einar 0kland, f. 1940. Sumir
eiga hér eitt stutt ljóð, en aðrir mörg, —
á allt að tíu blaðsíðum. Alls eru í bókinni
163 lesmálsblaðsíður auk efnisskrár. Til
lítils væri að reyna að lýsa ljóðum úr því-
líku safni sundurleitustu skálda eða þylja
nöfnin tóm. En stætt mun á þeirri stað-
hæfingu að enginn sé svikinn á þessu
litla kveri. (Lanterne-bok, Gyldendal N. F.,
kr. 14,50).
189