Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Blaðsíða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Blaðsíða 44
Tímarit Máls og menningar voru. Eg œtli að eiga meir en ég á. Það er samkvæmt mínu skapi og sæmd; eins og það var nú sæmdin hans pabba, þá ekki síður hans afa sællar minníngar, meðan hann var og hét, einsog hann afi var nú ... En alltaf skulu þeir samt nauða á þessu: „Það held ég minn maður eigi nú eitthvað í pokahorninu! Þú varðst svo stór í timbrinu! Minn maður; viðbjóður“. Og alltaf skulu þeir standa bísperrtir og brosandi framan í manni og spyrja mann spjörunum úr; hugsa náttúrlega sitt af hverju. Þ j óðf élagsnagdýr ? Svei mér þá ef maður fer ekki hjá sér. Maður er þó valinn til að halda ræður á sjómannadag og 17. júní. Sem sagt, ég er einn af broddum þessa bæar. Það var satt, það var hann. Hann var maður fremur stór og ekki varð hann að húngra, ekki stóð honum mæða af neinum andlegum hugsun- um þess vegna; en það er eitthvað annað að fá að tala fyrir Sjálfstæðis- flokkinn en rausa á sjómannadag og 17. júní. Ekki þar fyrir að það sé ónýtt að láta það heyra til sín öðru hverju. Það er einmitt nauðsynlegt. Grafa undan því, koma því uppá lag- ið, halda sér við efnið ár eftir ár, segi ég. Það er þessi stórfurðulegi gald- ur við stjórnmálin: vera nógu ýtinn við sitt, standa ávallt traustur í einni og sömu artinni, og maður hættir ekki fyrr en hjörðin er orðin heit og titrandi. „Sjórokið finnst þeim sætt að smakka . . . Þótt sýngi kyljur og svigni þiljur .. . Daga, nætur stolt að starfi stendur valið kappalið .. . Menn með ólgandi sækóngablóð .. . Hún er kná þessi sveit, bæði harð- skeytt og heit...“ Endar eins og vant er með „Lengi lifi íslensk sjómanna- stétt, hún lengi lifi“ og gengur niður úr stólnum við þúsundradda húrra. Já greyin, þeir eru ágætir, og hvað þá snertir þá er sama þótt hitni í ræðunni. Það er að minnsta kosti meiri rómantík í því og andlegheit. Nú fór hann hendi til skúffu í borðinu. Hann opnaði skúffuna og hugsaði sitt af hverj u. Hann tók speg- il upp úr skúffunni. Og lokaði skúff- unni. Hann horfði andaktugur á sjálfan sig. Ég er ekki ríkur. Of feit- ur? Að vísu gæti ég étið ofboðslega, sérstaklega rjúpur, en ég má ekki láta það eftir mér þótt ég geri það; ég tala nú ekki um þegar blessað hángikjötið er á borðum, yfirleitt allur kjarngóður íslenskur matur. Nei, ég má ekki láta það eftir mér. Ég þarf á þreki að halda; ekki veitir af á þessari vargsöld þegar allir vilja græða. Hann hélt á speglinum. Hann var stilltur og átti ef til vill mesta blóma- skeið lífsins eftir á blómaskeiði þó fimmtugur. Strángur! segi ég. Honum fannst hann best gerður þegar hann speglaði sig á hlið en það 138
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.