Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Blaðsíða 80
Preben Sflrensen
Nýjar danskar bókmenntir
Hæpið er að reyna að gera grein fyrir
stöðu bókmennta einhvers lands á grund-
velli bókaútkomu eins árs, á meðan enn er
of snemmt að meta heildaráhrif, og innan
þeirra takmarka þar sem aðeins er unnt að
lýsa lauslega hverjum cinstökum höf-
undi. I stað þess að taka verk örfárra til
nákvæmrar meðfcrðar, hef ég fremur kosið
að geta uin útkomur eins margra nýrra
skáldrita og við verður komið frá sh hausti
og vetri, í von um að það sem á skortir
dýptina í yfirliti mínu bæti rúmtakið
upp, þannig að það geti dregið upp til-
tölulega viðhlítandi mynd af dönskum
bókmenntum um þessar mundir. I’eim sem
kynnu að vilja fræðast um danskar ný-
hókmenntir í víðara samhengi bendi ég á
cftirtaldar hækur, sem hver um sig geymir
ýtarlegar bókaskrár: Dansk Litteraturhisto-
rie bd. 4. Fra Tom Krístensen til Klaus Rij-
bjerg (Politikens Forlag 1966), Modern-
ismen i dansk Litteratur (Danmarks Radios
Grundbfíger. Fremad. 1967) og Jfirgen
Gustava Brandt: Prœsentation. 40 danske
Digtere ejter Krígen (Gyldendals Uglebpg-
er, 1964). Meðal tímarita sem fjalla um
hókmenntir dagsins og menningu eru hlut-
gengust Vindrosen og Lousiana-Revy, en
einnig Selvsyn, sem hefur uppeldislegt
markmið, og Hvedekorn, sem um mörg ár
hefur verið vettvangur nýjustu ljóðlistar og
grafíkur. Loks má nefna nýtt tímarit,
Krítik, sem undir ritstjórn þeirra hók-
menntafræðinganna Aage Henriksens og
Jolians Fjords Jensens fjallar jöfnum
höndum um nýjar bókmenntir og sígild-
ar.
Áður en ég tek að fjalla um bækur árs-
ins, langar mig til að fara nokkrum orðum
um hugtakið módernismi, sem verða mun
leiðarhnoða í því sem á eftir fer.
Orðið er víðfeðmt og verður því tæpast
skilgreint nákvæmlega, en það nær yfir
margt það sem einkennir danskan skáld-
skap frá undanförnum 10—15 árum. Hug-
takið innifelur ekki aðeins eitthvað tíma-
bilsbundið, heldur einnig viss viðhorf, and-
óf gegn því sem viðurkennt er og varan-
legt; og þessi viðhorf varða lífið yfirleitt,
en einkum þó listina. Lífsviðhorfin auð-
kennast af efahyggju eða níhilisma. Það á
ekki aðeins við um skáldin, heldur ungu
kynslóðina í heild, að afstaðan er tortrygg-
in eða í uppreisn gegn borgaralegu efnis-
hyggju-samfélagi og hugmyndakerfum
hverskonar. Lífsviðhorfum þessum má lýsa
með titli eins af ritgerðasöfnum Villy Spr-
ensens: hverken — eller.
Ifvað listina áhrærir einkennist módern-
isminn af því, að hann viðurkennir hvorki
ytri veruleikalýsingu raunsæisins né trú
nýsýmbólismans — sem í Danmörku er
sama og Heretica-hreyfingin — á skáld-
skapinn sem leið til Jjekkingar. Sú viður-
kenning á fjarstæðum tilverunnar, sem er
grundvöllur hins nýja skáldskapar, leiðir
oft til þess, að hafnað er venjubundnum
hókmenntaformum, en að sama skapi gerð-
ar nýjar tilraunir, sem stefna m. a. að því
að rjúfa það samhengi og þau takmörk,
174