Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Síða 5
Antígóna
PERSÓNUR
kreon, konungur í Þebu.
evrídíka, drottning hans.
hemon, sonur þeirra.
ANTÍGÓNA T , , A’j. .
>■ aœtur Udipusar.
ISMENA J
teiresías, spámaður.
VARÐMAÐUR.
SENDIBOÐI.
KÓR ÞEBVEHSKRA ÖLDUNGA.
Þjónar, þernur, hermenn, o. fl.
Svið: Framanvið konungsgarð í Þebu. I dögun.
lsmena lcemur um hallardyr fyrir miðju. Antígóna jylgir á eftir henni kvíðin og áköf;
hún lokar dyrum vandlega og gengur til systur sinnar.
antígóna: Já, ísmena! ó, elsku systir, sérðu nú
að goÖin hafa kallað yfir okkar líf
þá bölvun, sem með beyg er kennd við Odípús?
Hvar brennur kvöl svo sár, hvar næða smánaTorð
svo nöpur, hvem slær heift svo römm, að okkur tveim
sé við hlíft, þér og mér? Hvað merkir skipun sú
sem konungur er sagður hafa síðast birt
um allan staðinn? Veiztu það? Hvort varð þér ljóst,
eða’ ertu dulin þess, að þá skal frændlið vort
jafn hörðum kostum hlíta sem vor fjenda-sveit.
ÍSMENA: Til frænda vorra’ og vina hef ég ekkert spurt,
ó, Antígóna, hvorki numið nýjan harm
né huggun þegið, síðan Dauði til sín tók
tvo bræður okkar, báða senn, er gerðust þeir
hvor annars bani. Burtu héðan vék í nótt
lið Argosbúa. Síðan hef ég fregnað fátt,
227