Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Side 6
Tímarit Máls og menningar
antígóna:
ísmena:
antígóna:
ísmena:
antígóna:
ísmena:
antígóna:
ísmena:
antígóna:
ísmena:
antígóna:
ísmena:
hvort heldur mér til angurs eða feginleiks.
Svo virðist mér, og með þeim rökum tek ég þig
á eintal hingað utan húss um leyndarmál.
Ilvað' áttu við? Ég veit þú geymir dimma fregn.
Ó, Kreon heitir bróður okkar öðrum sæmd
með útför góðri, en geldur hinum kalda smán
og svívirðing; því Eteókles er mér sagt
hann láti greftra svo sem hæfir helgum Isið,
svo mannvirðingar hlotnist honum annars heims;
en Pólíneikes, fallinn fyrir sama böl,
skal hvorki legstað hljóta, harm né saknaðstár,
af engum grátinn ofar moldum liggj a skal
sem lostæt krás þeim hröfnum, sem um víðan veg
fá hvasst og soltið auga fest á fegins-bráð.
Sá góði Kreon! skipun hans er huguð þér
og mér, já, einmitt mér! Hann kemur hingað senn
að kynna boð sitt þeim, sem ekki þekkja til,
og tryggja framgang þess. Og sízt er hótun hans
tóm marklaus orð; því hver, sem boð hans brýtur, skal
af borgar-lýð til bana grýttur. Veiztu nú,
hvað um er teflt! Nú áttu kost á þeirri stund,
er sýni, hvort þú verðug varst þínls göfga blóðs.
Æ, veslings systir mín, sé málum háttað svo,
hvers megnug er ég þá til þarfa vorum hag?
Er drenglund þín svo djörf að koma mér til liðs?
Hvað er það, sem þú ætlast fyrir? Hvað slkal gert?
Þá veitir þú mér hjálp að hefja líkið brott.
Hvað! hyggur þú á greftrun? það er lagabrot.
Er hann þá ekki bróðir minn? já, minn og þinn
hvort geðjast þér eða’ ekki! Aldrei svík ég hann.
Hve dirfist þú? Og það í banni Kreons sjálfs!
Hans vald nær efcki til að höggva heilög bönd.
Ó, elsku systir, hygg að því, hve hrópleg smán
með heiftum þungum rak í glötun föður vorn,
sem greypilegar sakir á sig sjálfan bar
og eigin höndum augun sér úr höfði sleit.
En kona og móðir hans, — æ, hún var ein og söm! —
228