Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Síða 7
Antígóna
antígóna:
ísmena:
antígóna:
ísmena:
antígóna:
ísmena:
antígóna:
ísmena:
antígóna:
ísmena:
brá snöru sjálf að eigin kverk og líf sitt lét.
Loks bræður okkar hlutu harðan sikapadóm,
er hvor af öðrum bar í stríðum vopnaleik
og blóð var blóði goldið sama sorgardag.
Við, systir, stöndum einar eftir; hygg að þvi;
þú sérð, það yrði beggja glötun grimmileg
að storka konungs banni, brjóta landsins lög!
Og minnztu þess, við erum konur, eðli vort
er ekki slíkt að takast á við karlmanns þrek;
og sem vér lútum þótta þelss sem betur má,
skal skipast við hans orð, og eins þótt gegni verr.
Þá dauðu, sem í djúpum jarðar eiga vist,
bið ég að virða vel minn eina nauðar-kost
að hlíta valdsins ofurefli. Flón er sá
sem færist meira’ í fang en kraftar endast til.
Þá mun ég einskis biðja þig; þótt byðir þú
að rétta hjálparhönd, ég mundi hafna því.
Þú kýst þinn vænsta kost; ég jarða bróður minn;
og kosti það mig lífið, skal mér dauðinn kær
af sök svo góðri; sælt mun þá að hljóta hvíld
við hlið míns bróður, sem ég ann. Um skemmri stund
skal gælt við þennan heim en högum dauðra sinnt;
þar uni ég um eilífð. Þú skalt leyfa þér
að virða’ að engu himins hæstu lagaboð.
Þau virða fáir betur; en mig brestur afl
við borgríkið; gegn lögum þess er ég of veik.
Þar fannstu málsbót. Fara mun ég ein míns liðs
og búa kærum bróður heilög moldar-grið.
Æ, veslings systir, kvíðin er ég um þinn hag.
Nei, vertu hvergi hrædd um mig; gæt sjálfrar þín.
Að minnsta kosti máttu leyna þínum hug
og dylja verk þitt. Vel skal þögn mín geyma þess.
Nei! fyrir hvem mtm, haltu því sem hæst á loft
við hvern sem er; mitt hatur elur þú á þögn.
Þitt hjarta glóir heitt sem járn við herzluþró.
Eg heiðra þá, sem skyldan bauð að veita sæmd.
Ef þér er unnt; þín ást er trygg, en tapar samt.
229