Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 8
Tímarit Máls og menningar
antígóna:
ísmena:
antígóna:
ísmena:
Ég tapa, þegar ég hef reynt og marksins misst.
Er ráð að setja markið hærra’ en hæstu von?
Slík orð fá tendrað hatur mitt; og hann, sem dó,
mun leggja fæð á þig að sönnu. Seg þú mig
alls óða; leyfðu samt að kappið komi mér
í fcoli; mín bíður ekfci refsing nein jafn þung
og bölvun sú að bíða dauðans ærulaus.
Þá far þinn veg; þó víst sé glapin hyggja þín,
er ást í hugum vina þinna söm við sig.
Ismena jer inn í höllina. Antígóna hverjur aj sviSi um hliSardyr.
Inn kemur KÓR þebverskra öldunga.
KÓR: Morgunsunna, þitt bjarta bál
brann ei glaðar við Þebu fyrr,
háborg vorri með hliðin sjö.
Ungi dagur, sem auga gullnu
austan rennir um dimmar bylgjur
dreymandi framá Dirku straumi,
Argverja lið, sem að oss dreif
undir skjaldhlífum, stáli þungað,
hraktir þú brott, lát heljar ógn
hvata þeim flóttann með lausa tauma!
Pólíneikes af hroka og heift
hlakkandi gegn oss fló !sem örn
hulinn skjaldarins hvíta væng,
hjálmfaxið dúði í stormsins þyt.
Kringum borgvegginn renndi á rás,
reif upp skolta við munnum sj ö
skakandi af bræði blóðþyrst sverð.
Þorsta þess varð ei svalað samt,
saðningu fékk ei heldur neinn
brennu-kyndill við timbur-turn
áður flótti í flokfc hans brast
feiknum lostinn í morða gný.
Engum er Þebu-drekinn dæll.
Löngum galt Seifur haturs-hug
háværu drambi. Þeirra lið
230