Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 9
sá hann streyma með gjálpandi glaum
sem gullið brimfljót, og kappann laust
þrumunnar sagtenntum síu-fleyg,
þann er fyrstur á virkis-vegg
vatt sér með sigurhróp.
Hart á teiginn með tvennum dynk
dundi hans fall, en brandur báls
hraut þeim garpi úr greip, sem óð
gegn oss ölvaður hermdar-fýsn
líkur stormsveip af stækju-grimmd;
steypast hlaut hann; og fjenda lið
harri vígvallar, Ares, allt
undir stríðsfáka hófum tróð.
Forkólfar herjuðu á hliðin sjö,
hrundu þeim kappar, sjö gegn sjö,
flettu þá hlífum og hlóðu í köst
hertygja-skarti Seif til lofs.
Fundust þar heillum horfnir tveir
af einni móður við Odípús
auman kenndir, til bræðravígs
jafnokar bárust á banaspjót.
Sigurgyðjan um síðir brosti
sæl við borginni vögnum ríku.
Stríðsins dreyrrauðu dögum
drekkjum í gleði! í nótt skal rikja
hátíð í guðanna helgilundum
unz hýmar af degi! Verndari Þebu,
ó, Bakkos, láttu þá dansinn duna!
Sjáið, þar kemur Kreon, hinn nýi
konungur, sonur Menekeifs,
sendur af guðum að gæta lands.
Hvað ólgar honum í hug svo rammt,
að hingað stefnir hann oss til þings,
öldungum sínum, árla dags
með kallarans ldingjandi raust?
Kreon gengnr jrarn frá miðdymm.