Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 12
Tímarit Máls og menningar
KREON:
vörður:
kreon:
vörður:
kreon:
vörður:
KREON:
vörður:
Og ég vil segja sögu mína, jafnvel þó
frá engu sé að segja. Helzt er það mín von,
að ekkert verra’ en eigin forlög bíði mín.
Og hvaða blauður doði dregur úr þér kjark?
Fyrst er nú það, þvi hver er næstur sjálfum sér,
að þetta hef ég hvorki gert, né heldur veit
hver gerði; svo það væri rangt að refsa mér.
Þú kýst að vita vaðið fyrir neðan þig,
■svo þú býrð yfir ótíðindum; ljóst er það.
Það réttir einskis bak að bera slæma fregn.
Nú, leystu þá frá þinni skjóðu, og farðu svo.
Já, það var líkið, herra . . . einhver hefur rétt
í þessum svifum veitt því virktar umbúnað,
stráð jarðar-dufti á nakið hold, og horfið brott.
Þú sagðir hvað? Hver hefur leyft sér þvílík firn?
Það veit ég ekki, herra; þar var hvorki neitt
um hakaför né skóflustungur. Jörð var þurr
og hörð, og engin hjólför. Hver svo sem þar fór,
lét engar menjar eftir sig. En vörður sá,
sem fyrstur kom á morgunvöku, gaf því gaum
og skýrði frá; en að oss öllum setti geig,
því það var horfið, líkið, ekki lagt í gröf,
en hulið mold, sem einhver sá, er framhjá fór,
af vorkunn hefði veitt því hinztu líkn. Til marks
um villidýr né hund var hvergi neitt að sjá.
Á augabragði hófst upp hávær orðastyr,
hver vörður bar á annan þessa sök; um síð
lá mjög við pústrum, með því enginn latti þess.
Því hver sem var gat átt í hlut, þótt yrði sök
hans ekki vís, og þrætti hver sem betur gat.
Vér hefðum þegar þegið járnburð, vaðið eld,
og svarið loks við sæla guði dýran eið
að eiga hvorki sjálfir sök, né gruna neinn
sem slíkan verknað hugleitt gæti, hvað þá drýgt.
Vér vorum litlu nær. Þá mælir einn af oss
svo geigvæn orð, að allir drúptu höfði við.
Að víkjast undan, ekki var þess kostur neinn;
234