Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Side 14
Timarit Máls og mcnningar
vörður:
kreon:
vörður:
KREON:
VÖRÐUR:
KREON:
VÖrður:
kreon:
vörður:
KREON:
VÖRÐUR:
kór:
að finna þann, sem frekum höndum braut mitt bann,
og leiða fyrir auglit mitt, en ella fá
að gjalda hver sitt líf, og umfram lífið sjálft
að verða lífseig viðvörun gegn slikum glæp
og steglu-kvölum kveljast, unz þér játið allt
sem satt er um þá smán, svo öllum lýð sé ljóst,
að leita skuli gróðans þar, sem maklegt er,
því til er eitt, sem eigi skal við gulli falt,
og illur fengur fleirum bakar tjón en hag.
Má ég nú tala? eða þegja’ og snauta burt?
Þú þegir; hvert orð, sem þú talar, særir mig.
Kom sár í eyrað, eða hjartað, herra minn?
Mitt hjarta, skaltu sjá, er ekki leikfang þitt.
Þá særði bófinn þína lund, ég þína hlust.
Víst ertu þrjózkur þverhaus fæddur, hold og sál.
Má vera; saklaus er ég þó af þessum glæp.
Þín sök er tvenn; þú seldir þína sál við fé.
Að hugsa sér, hvað menn, sem hugsa, hugsa rangt!
Þú hugsar sem þér fellur bezt, en fatist þér
að finna sökudólginn, mun þér lærast eitt:
að illur fengur fær að vöxtum maklegt tjón.
Hann gengur til liallar.
Já, betur að hann fyndist; aðeins eitt er víst, —
hvort sem hann næst eða’ ekki, það er einskært happ,
að ég kem aldrei framar fyrir augu þín.
Því ég, sem ekki sá hinn minnsta vonar-vott,
skal vegsemd færa guðunum og hlaupa burt.
Hann hverfur af sviði.
Margt er undrið, og mun þó víst
maðurinn sjálfur undur stærst.
Þar sem ólgandi hrímgrátt haf
hrannast úfið í vetrar byl,
ristir hann kembdan kólgu-skafl
kili traustum á viðsj álsleið.
Móður guðanna, gömlu Jörð
gróskuríka, svo aldrei þverr,
236