Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 15
markar hann sér tii sáðs hvert vor,
svörÖinn skárar með plógi og klár.
Fugl, sem líður á léttum væng
langveg háan, og skógardýr
fjötrar í vað hans fima hönd,
fiska laðsir í brugðið net,
handsamar kið í hamraskor,
hemur á fjalli villtan tarf,
bugar geysandi frjálsan fák,
fextan makka til oksins knýr,
hugumsterkur í hverri raun,
höfðingi jarðar, kviks og dauðs.
Hyggjunnar flug og tungutak
tamdist honum og stjórnar list;
félagshagur og húsaskj ól
hentaði betur en frost og regn
ótrygga nótt um víðan vang;
veit hann hvarvetna úrráð góð;
ekkert á vizku og völdum hans
vinnur bug, nema dauðinn einn;
megnar hann samt í sóttar kröm
sárum þrautum að víkj a á brott.
Hugvit mannsins og máttug snilld
margan dregur á tæpan stig,
einn tíi heilla og hinn til falls.
Sá sem er tryggur landi og lýð,
lögin viröir og heilög goð,
sæmdar nýtur við hollan hag.
Hinn, sem veður í hroka og Iygð,
hatur magnar og glepur þjóð,
finnur seint með sín afbrot ill
athvarf í mínum griðastað.
Hvað er á seyði? Er sjón mín blekkt?
sé ég þó glöggt, ó, því er verr!
að einmitt sú hin unga mær
er Antígóna!
Æ, veslings bam, þig brennir sárt