Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Side 16
Tímarit Máls og menningar
allt böl þíns föður. Ó, ertu þá
í óráðs-vímu að broti ber
gegn banni konungs og hingað leidd?
Vörðurinn kemur með Antígónu í vörzlu tveggja annarra hermanna.
VÖRÐUR: Hér kemur sú hin seka; þessa stóðum vér
að verki; hún jós hræið mold. Er kóngur þar?
KÓR: Hann kemur nú sem kallaður frá sinni höll.
kreon:
vörður:
kreon:
vörður:
kreon:
vörður:
kreon:
vörður:
Kreon kemur.
Til hvers er ég svo stundvís orðinn einmitt nú?
Menn ættu’ að forðast svardaga, því þanki vor
hinn næsti getur gert að lygi dýran eið.
Rétt áðan sór ég sárt að flýj a héðan af
þitt auglit, slíka dembu sem þú sendir mér.
Af allri gleði er óvænt gleði jafnan bezt
á næstu grösum. Núnú, ég er kominn hér
gegn hverjum eiði; hingað tók ég þessa mey,
sem staðin er að verki við að búa gröf
þeim dauða. Nú var ekki hampað hlutkesti;
ó nei, hún ber mér einum einsog fundið fé.
Hér fær þú hana, dæmir, kvelur, ef þér lízt,
því hún er komin þér á vald. Nú verð ég frjáls
og allra mála laus um þennan leiða glæp.
Hvar var hún tekin föst? Hvar fannstu þessa mey?
Hún var að ausa manninn moldu; víst um það.
Hvort er þér sjálfrábt? sérðu þínum orðum stað?
Eg sá það, hvar 'hún huldi lik þess manns, sem þú
kvaðst neita’ um leg. Er nógu skýrt mitt orðaspil?
En hvemig varð hún séð og gripin við það verk?
Það varð með þessum hætti: Jafnskjótt og ég kom
á vettvang, með þín ógnar-orð sem þrunru-gný
við eyru mér, þá strukum vér á brott þá mold,
sem líkið fal, og létum eftir nakið hræ
og settumst síðan efst á hólnum áveðurs,
að slyppum vér hjá nálykt, næst sem auðið var.
Vér brýndum raust með skæting til að skerpa gát,
238