Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Side 17
Antígóna
ef einhver þættist þurfa að dotta stundarkorn.
Og hélt svo frara um hríð', unz sólar geisla-vagn
var runninn hátt á himinbraut, og loftið allt
af hita skalf. En þá í svipan brast hann á
með hvirfilbyl svo hamslausum, að sandinn skóf,
en laufið þaut og þyrlaöist af hverju tré,
unz dimmum mekki duldist sól; en augu hlaut
að byrgja hver sem hlífast vildi. Loks er tók
að hægja þennan veðurgný, þá mátti sjá,
hvar mærin þessi stóð. Hún hóf upp harmakvein
jafn sárt og fugl, sem heim að rændu hreiðri kom
og fann það autt og unga-hópinn allan brott.
Hún grét með sárum harmatölum, hvar hún leit
hið nakta lík, og þuldi þunga formæling
og svartar bænir hverjum þeim, sem verlkið vann.
Þá jós hún hægt með höndum báðum þurri mold,
og drykkjarker af drifnum eiri hóf á loft
og hjá þeim fallna færði þrenna dreypifórn.
Vér skunduðum jafn skjótt og fyrir augu bar
og gripum hana. Hún lét það ekki’ á sig fá.
Vér bárum henni’ á brýn þann sama verknað fyrr.
Hún gekkst við því sem öðru, bar ekki’ af sér neitt.
Það gladdi mig, þó gleðin væri blandin sorg.
Víst er það gott að bjarga sér; en sárt er þó
að baka vinum böl. En hvað um það; ég hlýt
að játa hitt, að ekki’ er mér jafn annt um neitt
sem líf og limi sjálfs mín, þegar svo ber til.
kreon við Antígónu:
Hvað segir þú, sem þama drúpir höfði hljóð?
Hvort viltu játa verkið, eða neitar þú?
ANTÍGÓNA: Víst vann ég þetta verk; sízt ber ég móti því.
kreon við vörðinn:
Þá mátt þú fara, hvert sem hugur teygir þig;
því héðan ertu sloppinn frjáls og sýkn af sök.
Vörðnrinn fer af sviðinu.
Við Antígónu:
Nú svarar þú mér fáorð svo sem framast má!
239