Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 19
Antígðna
ANTÍGÓNA:
KREON:
antígóna:
KREON:
antígóna:
KREON:
antígóna :
KREON:
antígóna :
kreon:
antígóna:
kreon:
antígóna:
kreon:
antígóna:
kreon:
En ef hún óhegnt fær að traðka landsins lög,
hef ég að' geyma tölpu-kveif, en karlmann hiin.
Þótt sé hún minnar systur bam, og jafnvel þótt
hún væri bezt til vildar mér og kærst af þeim
sem viS minn arin blóta Seif, hún skyldi þó
fá þyngstu refsing, hún og systir hennar, já,
því samsek er hún efalaust um þetta verk.
Nú skal hún sótt! Hún sat þar inni þessa stund;
það sá ég, að' hún naumast var með sjálfri sér.
Og lund þess manns, sem lævís bruggar görótt ráð,
er oft til vitnis, fyrr en brotið sj álft, um svik.
En sá, sem staðinn var að glæp og freistar samt
að fegra Mut sinn, velur veg til glötunar.
Hvað viltu meira’ en taka líf mitt? Hér er það.
Nei, ekkert meira; þar er nóg sem nægir mér.
Hvers ertu þá að biða? Svo sem öll þín orð,
jafnt sögð sem ósögð, hljóta mjög að faneyksla mig,
eins mun ég hvorki geta gert né sagt þér neitt
tíl geðs. En ég gaf látnum bróður jarðar frið.
Hvort má ég kjósa mér til handa betri sæmd?
Og þessir allir bæru’ á verk mitt bezta lof,
ef ekki hefði óttinn rekið slagbrand sinn
að þeirra munni. Það er kjarni konimgsvalds
að kalla jafnan lög sin eigin orð og verk.
Þar skjátiast þér, að þegnar mínir hugsi svo.
Þeir gera það, en fela hug sinn fyrir þér.
Þú stendur ein, oig ekki vaknar blygðim þín.
Er hneisa að rækja helga skuld við bróður sinn?
Var hinn þá ekki bróðir þinn, sem féll um leið?
Þeir voru bræður, synir sömu foreldra.
Þú heiðrar þann veg annan, að þú smánar hinn.
Hann, sem er grafinn, ber mér ekki’ á brýn þá sök.
Ef þræbnennið skal hljóta sömu sæmd og hann.
Þar fengu bana bræður, ekki herra og þræll.
Og annar varði vel sitt land gegn aðför hins.
Og hvað svo? dauðinn heimtar ölium sömu lög.
Þó ekki sömu sæmdir fyrir gott og illt.
16 TMM
241