Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Side 20
Tímarit Máls og menningar
antígóna: Hver veit? I ríki dauðra gætu gilt þau lög.
kreon: antígóna: Nei, fj andmann reisir dauðinn aldrei upp sem vin. Mín leið er ekki’ að miðla hatri, heldur ást.
kreon: Ast þinni mátt þú miðla ríki Hadesar.
kór: En seint mun kona setja minum þegnum lög. Ismena gengur frá garði hljóð, grætur hún systur örlög þung, yfir hvarmstjömum höfug, dimm harmský grúfa; rós á vanga er vökvuð dögg.
Ismena kemur jrá höllinni.
KREON við Ismenu:
Þú, naðra, sem að skála mínum skreiðst á laun!
ísmena: Tvær höggorms-kindir hafa sogið blóð míns valds með duldum svikum, án þess að ég kenndi gruns. Kom hér, og tala! Gengst þú við þeim glæp að fást við greftrun, eða sver þú fyrir vitorð allt? Ég framdi verkið víst. Ef hún vill leyfa mér að tala svo, þá her ég sömu sök og hún.
antígóna: Að sjálfum dómi sannleikans er þetta rangt; þú synjaðir, og ég baðst undan þinni hjálp.
ÍSMENA: En, Antígóna, mér er ekki minníkun nein að mega standa þér við hlið á neyðarstund.
antígóna: Það vita hinir dauðu, hver að verki var. Þeim vinskap, sem er orða hljómur, hafna ég.
ÍSMENA: 0, systir, má ég með þér deyja, eiga hlut að þinni dyggu rækt við hann, sem horfinn er.
ANTÍGÓNA: Nei, ekki déyr þú, ekki fær þú nökkurn skerf af því, sem ekki’ er þitt. Hér nægir dauði minn.
ÍSMENA: ANTÍGÓNA: ÍSMENA: ANTÍGÓNA: ísmena: En hvemig finn ég fögnuð lífsins, ef þú deyrð? Þess spyr þú Kreon; er hann ekki næstur þér? Þig stoðar lítt að henda grálegt gabb að mér. Rétt getið; mér er bros á vör, en kvöl í hug. 0, segðu mér, hvort get ég ennþá lagt þér lið?
antígóna: ísmena: antígóna: Nú skaltu sýkna sjálfa þig; ég ann þér lífs. 0, veslings mér er meinuð fylgd í fótspor þín. Þú valdir; þú kaust lengra líf, ég dauða minn.
242