Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Síða 21
ísmena:
ANTÍGÓNA:
ÍSMENA:
antígóna :
kreon:
ÍSMENA:
kreon:
ÍSMENA:
KREON:
ÍSMENA:
KREON:
ísmena:
kreon:
antígóna :
kreon:
KÓR:
kreon:
kór:
kreon:
kór:
Það lagðíst mér í grun; ég bað þig gæta þín.
Menn greinir á, hvor okkar valdi rétta leið.
Nú reynast báðar rangar, glötrm beggja vís.
Nei nei. Þú lifir. Löngu dautt var hjarta mitt,
svo mér fór bezt að rétta dauðum hjálparhönd.
Þær mega báðar kallast óðar; önnur gekk
úr skorðum fyrir skömmu; hin er sturluð fædd.
Æ, hvers má vænta, herra? jafnvel staðfast geð
er brothætt undir ógæfunnar þungu hrönn.
Svo fór þér, j afnskj ótt og þú deildir hennar lilut.
An systur minnar yrði líf mér einskis vert.
Sú sem var áður systir þín, er þegar dauð.
Svo þú vilt lífi svipta heitmey sonar þíns?
Hann getur plægt og sáð í önnur akurlönd.
Svo traustum böndum tvinnast engar ástir meir.
Vei flögðum þeim, sem vorum sonum vekja girnd
Ó, Hemon, sárt er háð af vörum föður þíns.
Ég hatast jafnt við þig og þína brúðarsæng.
Hvort vi-lt þú svipta son þinn sinni festarmey?
Nei, ekki ég; sá heitir Hades dauðra-guð.
Þá rnunu ráðin örlög hennar; hún er feig.
Svo dæmi ég; þér dæmið eins. Þið takið þær
og geymið inni; er þar konum hæfust dvöl;
það sé þeim Ij óst, að útivist er engin sæmd.
Hver á svo hraustan hug, að svipast ekki’ að leið
til lífsins, þegar opnar standa dauðans dyr?
Meyjarnar eru leiddar brott.
Vel farnast þeim, sem biturt böl
bragðar aldrei á sinni leið.
Hús það, sem guða hatur skók,
hýsir um aldur dauða og slys,
hverri kynslóð er hörmung vís,
líkt og brimrótið lemur strönd,
löngu vakið af þungum hramm
Þrakíu-storms, og svartan sand
sogar úr djúpsins myrka hyl;