Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Blaðsíða 23
Antígóna
hemon:
kreon:
Þú 'hefur, sonur, heyrt minn lokadóm um þá,
sem var þín heitmey. Vonandi’ engin bitur or'S.
Með okkur er jafn hlýtt, hvað sem að höndum ber.
Eg er þinn sonur, kæri herra, og hyggja þín
skal jafnan vera mér sem lög og leiðarsteinn.
Mun nokkurt kvonfang hnýta mínum hug þau bönd,
sem væru mér jafn ágæt og þín holla stjórn?
Vel mælt. Þíns föður þokki þér í hjarta skal
hið innsta sæti skipa. Hafðu hvert hans orð
að heilfastjömu. Til þess geta feður böm
að eignast hlýðna sonu, sífellt búna til
að vinna sínum föður-fjendum maklegt tjón
og heiðra vini föður síns af fúsum hug.
En aftur hitt, að eiga að sonum dáðlaus hrök,
sem aldrei mega gagni stýra, ikalla ég
að vera faðir sorga, sífellt augabragð
hvers óvinar. Lát eigi glepjast, sonur sæli,
af kvenna-slægð og gimd. Því hver, sem gengur sig
í sæng með vondu vífi, hreppir yndi kalt.
Hvað getur valdið dýpri sárum en sú ást,
sem snýst til fæðar. Fjandsamleg er þessi mær
og fláráð; vík þú henni brott sem beiskum drykk.
Þú lætur hana leita og finna maka sinn
hjá Hadesi. Fyrst hún er sönn að smánarglæp,
ein minna þegna fús að fremja drottinsvik,
þá get ég ekki sjálfur sætzt á lagabrot,
svo deyja skal hún. Hrópað getur hún á Seif,
vorn sifjaguð. En ef ég umber brotamenn
í mínum húsum, hve skal þá við öðmm séð?
Sá sem á eigin hjúum hefur trausta stjóm,
mun traustum höndum taka’ á málum ríkisins.
En sá sem traðkar lög að vild og leyfir sér
að skipa þar, sem lúta ber, hann breytir svo
sem ég mun engum þola. Þeim, sem ríkið fal
hið hassta vald, skal hlýtt í stóm og smáu, jafnt
hvort rétt er eða rangt. Og sá, sem agar allt
sitt heimafólk af hispurslausum myndugleik,
245