Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Síða 24
Tímarit Máls og menningar
KÓR:
HEMON:
ber þegnskap sinn með sömu prýði og konungs nafn
ef svo ber til. Þar veit ég þann, sem treysta má
í stríðsins ógnum, vinum sínum tryggðatröll.
En agaleysið er af öllum háska verst;
það dregur merg úr ríkjum, hrindir heimilum
í rústir, tvístrar herjum, og snýr sigursæld
í hrakför. Auðsveip hlýðni hjargar hundruðum
af góðum drengjum. Því skal virða landsins lög;
þau mun ég trúr í heiðri hafa, sonur minn;
þeim bregzt ég aldrei, — enda vegna konu sízt.
Og loks er betra’ að leggjast undir karlmanns vopn
en vegna kvenna kúgunar að lúta lágt.
Ef mína dómgreind ekiki fipar eilin sljó,
af orðum þínum ljómar tign og speki há.
Já, faðir, vizka dauðlegs manns er guða gjöf,
og gjafa bezt. Eg hvorki fæ, né heldur vil
þó svo ég gæti, sýnt að kenning þín sé röng.
En ekki’ er tryggt, að öllum virðist einsog þér.
Það er mér, syni þínum, skylt að hafa gát
á því, hvað aðrir segja, hvað þeir hafast að,
og hvað þeir meta helzt til lofs og hvað til lasts.
Þitt augnaráð er alls nóg til að varpa þögn
á sérhvert orð, sem ekki hentar þinni hlust.
En skugga-hvískur borgarinnar get ég greint;
úr hverri átt má heyra raddir vorkunnar
um þessa mey, sem er til grimmdar-dauða dæmd
svo ómakleg sem nokkur kona hegning hlaut
af helgu líknar-verki, greftrun hróður síns,
sem fékk í stríði bana, bauð sitt nakta hræ
til saðnings fyrir soltinn hund og frekan gamm.
„Hún ætti framar öðru að hljóta gullinn sveig
um enni“. Þannig ræða borgarmenn á laun.
Mín fremsta gæfa, faðir minn, er velferð þín;
í allri veröld veit ég 'hvergi hærra mark.
Idvað gæti föður betur glatt en sonar sæmd?
Og hvað skal sonur meta meir en föður heill?
Því mátt þú, faðir, aldrei stæra þér í hug
246