Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 25
KÓR:
kreon:
hemon:
kreon:
HEMON:
kreon:
hemon:
kreon:
HEMON:
kreon:
hemon:
kreon:
HEMON:
kreon:
þinn eigin vísdóm, eins og þú sért einn svo snjall
að sjá, hvað hentar, allir aðrir vaði reyk;
það eitt er víst, að liver sem hyggur sjálfan sig
allt vita bezt og kunna jafnan réttust rök,
mun innantómur talinn, þegar vits er þörf.
Hinn spaki minnkar ekki, þótt hann verði var
við sína villu, sjái hvenær hopa skai.
Þú veizt, er fljótið vex um bakka, hvemig fer;
þau tré, sem svigna fyrir straumnum, standast hann
með lim sitt allt, þó hrökkvi hin, sem streitast gegn.
Á sjó er ráð að rifa segl og slaka’ á kló,
er hrönn og vindur vex, ef ei skal kjölur upp.
Lát undan, faðir, sefa svo þinn reiða hug.
Ef æsku minnar dómgreind þætti nokkurs nýt,
svo tekið væri mark á mér, ég segði þá,
að mikið afbragð væri’ að vita sjálfur allt,
en svo sem það er sjaldgæft, hygg ég næsta gott
að hlýða næmri hlust á annars hollu ráð.
Tak, herra, nokkurt mark á máli sonar þíns.
ViS Hemon:
Og met þú orð þíns föður. Báðum segist vel.
Skal ég á mínum aldri læra lífsins rök
af piltung einum? Ætti hann að fræða mig?
Þau fræði skaltu virða vel; þau fjalla lítt
um æsku mína, þeim mun meir um rétt og rangt.
Er rétt að þínum d'ómi að heiðra lagabrot?
Nei, ekki þau sem brjóta’ í bág við heiðarleik.
Braut ekki kona þessi heiðarleikans lög?
Því svara borgarbúar einum rómi: Nei.
Skal borgarlýður Þebu ráða minni stjórn?
Þú talar sjálfur sem þú værir ungur mjög.
Hvort skal ég ríkjum ráða fyrir sjálfs mín hönd?
Það ríki’ er ekkert ríki, sem er einum háð.
Er ekki ríkið eign í höndum herra síns?
Þú værir farsæll kóngur yfir eyðimörk.
Þar kemur piltur sá til liðs við konukind.