Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Side 26
Tímarit Máls og menningar
HEMON:
KREON:
hemon:
KREON:
hemon:
kreon:
hemon:
KREON:
hemon:
kreon:
hemon:
kreon:
hemon:
kreon:
hemon:
kreon:
hemon:
kreon:
hemon:
kór:
kreon:
kór:
kreon:
kór:
kreon:
248
Ef þú ert kona. Þínum málstað legg ég lið'.
Þú, þrjótur, sem bercf sakir á hann föður þinn.
Ef mér er sýnt, þú sért að fremja ranglátt verk.
Er ranglátt verk að vemda sjálfs mín konungstign?
Er tign að fótum troða heilög guða lög?
Nú ert þú, vesöl gunga, genginn konu á hönd.
Ég gerðist ekki sekur þar um svívirðing.
Um hennar málstað hafa snúizt öll þín orð.
Og málstað þinn, og minn, og Undirheimaguðs.
A lífi skal hún aldréi ganga’ að eiga þig.
Þá deyr hún, og í dauðann skal hún hljóta fylgd.
Er slíkur orðinn hroki þinn að hóta mér?
Er hótun, að ég sýni framá fávíst verk?
Þér sj álfum skal þín fávís frekj a verða dýr.
Að faðir minn sé vitstola, því neita ég.
Þitt smjaður væri vert að þagga, konu-þræll.
Þú vilt einn tála! hirðir ekki hót um svör!
Að sönnu þó, og sver við heilög Ölimps-goð,
að þig skal iðra þess að draga dár að mér.
ViS varSmenn:
Þið sækið þessa nom! því nú er hennar stund
að deyja, fyrir opnum augum brúðgumans.
Það mirn ég aldrei sj á, að hennar hreina líf
sé slökkt í minni viðurvist, né héðanaf
munt þú mig augum líta; láttu hvem, sem kann
að virða hylli vitfirrings, sjá þína grimmd.
Iiann fer.
Hann vék á brott í hefndar hug, og enginn veit,
hvað heiftin getur ungum manni lagt í brjóst.
Hann láti sem hann lystir! Þótt hann æri sig
úr mennskum ham, fá systur þessar dauðadóm.
Að báðar deyi, það er varla vilji þinn?
Nei, vísast ekki sú, sem hvergi nærri kom.
Ef hin skal deyja, hvaða bana hlýtur hún?
Hún verður flutt í eyðimörk, sem aldrei neinn