Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Blaðsíða 27
Antígóna
KÓR:
kór:
antígóna:
tróð fæti fyrr, og múruð' 'kvik í kletta-skor
með fæðu-skammt, sem aðeins yrði nægur til
að aftra því, að morðsök flekki vora borg;
þar skal hún heita’ á Hades, þann hinn eina guð,
sem hún vili tigna, til að beiðast lausnar hans
úr dauðans klóm, en komast ella’ að raun um það,
þó of seint sé, að dýrkun dauðra stoðar lítt.
Hann gengur inn í höllina.
0, Eros, þú ástanna guð
á eilífri sigurför,
sem brosandi blundar um nótt
á blómmjúkri meyjar-kinn,
þú svífur um hauður og höf,
í hallir og lágreist kot,
og hvorki fá heilög goð
né hrösul daganna böm
flúið þitt viðsjála vald
sem viilir þeim sj ónir og hug.
Þá sál, sem er trygg og traust,
þú tælir í synd og löst;
nú flekarðu föður og son
til fjandskapar. Astvakið blik
í ungmeyjar augum hlaut
sinn eggjandi sigur. Það vald
í aiheimi ræður, sem enn
fær Afródíta í hönd.
Antígóna er leidd útúr höllinni unt hliðardyr.
Nú brýt ég sjálfur mín siðalög,
því söltum tárum fær hvarmur minn
ei aftrað, þegar með ógn ég lít,
að Antígóna þá brúðarsæng
skal gista, sem reidd er öllum oss.
Eg kem hingað, kæra landar,
að kveðja, því skeið mitt er runnið,
og góður vorsólar geisli
249