Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Síða 28
Timarit Máls og menningar
KÓR:
ANTÍGÓNA:
KÓR:
antígóna:
mig gleður nú hinzta sinni;
því Hades heimtar mig kvika
til húmsins á Akkerons ströndu,
já, hann, sem öllum býr hvílu;
með honum á ég í vændum
mitt brúðkaup, án brúðarmeyja,
án blómsveiga, leiks og söngva.
En frægð og heiður mim fylgja þér
til ferðar á dauðans rökkurland.
Og enginn sjúkdómur saug þitt blóð,
né sverðs-egg risti þér hefndarstaf;
að frjálsu vali þú vogar ein
að vitja lifandi dauðra heims.
Hve dapran dauða forðum
hlaut dóttir Tantalosar!
í steinsins fangi fj ötruð
á fornum Sipils-tindi,
er lífct og vafningsviður
sig vatt 'hinn hrjúfi klettur,
og henni varð á hvörmum
allt 'himins regn að tárum,
en vetrar-fjúk í frosti
blóð fönn á barminn stjarfa.
Ég held í hennar spor.
Já hún var gyðja, og Ólimps ættar,
vér einungis menn af dauðlegu kyni;
en orðstír hver sá sér góðan getur,
sem goðum er jafn á banadægri.
Þú hæðir mig! ó, himinbjörtu guðir!
spottar mig sáran, sem ég er á förum
til myrkursins! Æ, f-agra föður-borg!
þér, verðir ríkir vors! ó, Dirku lindir!
helg skógarvé vors fákum fræga staðar,
með sigur-vagna glitrandi við grund!
þér séuð vitni þess, er örlög köld,
sem enginn vinur harmar, hrinda mér
í fjallsins hungur-gin, sem skal mín gröf
250
. X