Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Side 29
Antígóna
KÓR:
antígóna :
KÓR:
antígóna:
kreon:
að grimmum dómi. Vei, vei! ó, mig auma!
mér líkna hvorki lifendur né dauðir;
jafnt menn og skuggar skulu fjarri mér.
Þú steigst á ofdrambsins efsta þrep
og uppað hásæti sj álfrar Díku;
um hennar fótskör þú falla lilauzt
og föður svívirðu gjalda skalt.
Þar ýfðir þú mitt opna sár, það böl,
sem faðir minn er frægur að, og þjakar
minn ættstofn, Laftakosar háa kyn.
0, móður kvonfang! hvílík smán! hún hvíldi
með sínum eigin syni, föður mínum,
á hjóna-beði. Hér var upphaf mitt!
ó, þvílík kvöl! Nú geng ég heillum horfin
og ein í þeirra spor með svarta sefkt.
Og fallni hróðir! brúðfang þitt var sök
í bana þínum, sem varð mér tíl fa'lls.
Að heiðra þann fallna er heilög dyggð;
en hver sem brýtur valdhafans lög,
skal refsinig hlj óta; þitt háa dramb
mun hrapa til falls að eigin vild.
Hvorki fylgir mér hljóður vina
harmur, né glaðir brúðar-söngvar
leiðina hinztu; heilagt auga
himinsins lít ég aldrei framar.
Angur mitt vekur engum hvarmi
einmana tár.
Kreon kemur ajtur.
Hvort mundu nokkru sinni hljóðna harma-kvein,
ef hver, sem dauðans bíður, mætti ráða þeim?
Nú skal hún strax á brott í bergsins traustu gröf,
sem ég hef fyrir mælt; þar mun hún látin ein
og <má þar bíða dauða síns, og ef hún vill,
er henni frjálst að lifa lengur í þeim stað,
svo eigi flekkar vorar hendur hennar blóð;
en ofan jarðar skal hún hvergi hljóta grið.
251