Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 30
Tímarit Máls og menningar
ANTÍgóna: 0, myrka gröf, mín brúð'ar-skemma í kletta-kró,
mín fangavist um eilífð, til þín legg ég leið
í mikinn frænda flokk, sem Persefóna hreif
til dvalar með þeim dauðu, fyrr en að mér kom.
Þar kem ég þeirra síðust senn og vesælust,
og löngu fyrr en lífs míns bikar tæmdur varð.
Samt á ég mér þá vísu von, að faðir minn
þar taki við mér vel, og að þú, móðir góð,
með gleði mætir mér, og eins þú, bróðir kær,
því eigin höndum hef ég ykkur látnum veitt
hinn hinzta búnað, þvegið, sveipað hjúp, og fært
á ykkar legstað dreypifóm. Og þá var þér
og líknað, Pólíneikes. Gjald þess greiðist nú.
Að sæmdarmanna 'hyggju var þó verk mitt gott.
Þó bam mitt hyrfi’ á braut, og þótt minn eiginmann
ég sæi látinn liggja, fremdi ég víst ei
slíkt brot gegn lögum ríkisins. Er rök að fá
til fylgdar slíkum orðum? Hér mun hæfa bezt
að hugsa svo: Þó fa'llinn væri bóndi minn,
ég gæti’ að nýju gifzt, og alið annað bam
í bætur þess sem fór. En nú er faðir minn
og einnig móðir horfin brott til Hadesar,
svo nýjan bróður get ég aldrei eignazt meir.
Af þessum sökum hef ég fremur heiðrað þig
en aðra, bróðir kær, því kem ég hingað dæmd
af Kreon fyrir lagabrot, já, sek um glæp.
Nú dregur hann mig brott, sem argan illvirkj a,
frá brúðkaups-hátíð, helgum vígslu-sið, frá ást
og hjúskap, og frá móður-sæld; ég vesöl mær,
af vinum gleymd, í grafar-djúpum kviksett skal.
Hvert er það guða boðorð, sem ég brotið hef?
Get ég þá horft til himins, beðið nokkurt goð
um 'hjálp í mínum nauðum, úrþví góðverk mitt,
af hélgum rótum runnið, heitir guðlaust brot?
Ef goða-heimur metur þann veg rétt og rangt,
þá fæ ég eftir dauðann séð hver sök mín var.
Sé annar sekur, aldrei komi þyngra böl
252