Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 31
Antígóna
kór:
kreon:
antígóna:
kreon:
antígóna:
kór:
þá yfir hann en þessi misgjörð' hans við mig.
Stormur hugans er stríður enn,
stærir brimrót í djúpi sálar.
Varðmanna hik, sem veldur töf,
víst skal hljóta sín makleg gjöld.
þeggur af öllum orðum hans
andblæ feigðar.
Gerðu þér enga gyllivon,
geiga mun hvergi dómur minn.
0, Þeba, mín fagra fósturborg!
Ó, forfeðra minna vemdargoð!
Nú leyfist mér eigi lengri töf.
Þér, leiðtogar Þebu, ó, sjáið mig,
hinn síðasta ikvist á 'konungs ætt,
sem kenni þess, að ég hélt í raun
hið heilaga heilagt.
Antígóna er leidd á brott.
Danáa lét af líkri nauðung
ljóma dags fyrir grafar-sorta,
lukt í málmslegnu myrkva-búri.
Mærin sú var þó hárrar ættar,
bamið gott, og hún byrgði í skauti
blikandi gullregn Seifs hið frjóa.
Örlaga vald fær enginn staðizt,
auður né vopn eða traustir múrar,
turnar háir né hraðar snekkjur
hafsins með löður um dökkva súð.
Edóna-kóngur ör í lundu,
arfi Dríasar, kenndi á hörðu,
sem hann dáraði Díónísos;
djúpur berghellir um hann luktist.
Sjatnaði hugans hatrömm ólga,
honum lærðist, hvað vex af orðum
gífrandi spotts, er goðin særa;
guðmóð kvenna, sem hófu að blóti
heilaga kyndla, hafði’ hann smánað,
253