Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 32
Tímarit Máls og menningar
hneykslað tónglaða listadís.
Uppfrá Sæviðar-sundi rísa
Svarthamrar milli tveggja strauma.
Byggir Ares þar eyðifláka
um hinn þrakverska Salmídessos.
Sá hann þar Finneifs sonu báða
sjónum rænda, og djúpar undir
kaMa hefnd yfir konungs brúði
kaldrifjaða, sem blóði drifnum
stjúpu-höndum stakk þeim úr kolli
stj arnkvik augu með vefjar-hræl.
Þeim varð æskan að ógnum kvalar;
iMráðum hjúskap sinnar móður
formæltu þeir og fæðing sinni;
frægt var þó 'hennar kyn, og runnið
beint frá ágætum Erekþeifi;
óx hún í föður síns fjalla-skútum,
fóstruð í örmum Norðanstormsins,
þaut yfir heiðar hröð sem fákur.
Hana, sem var af guðum borin,
laust þó hin reiða refsinorn.
Teiresías kemur í jylgd meS ungum sveini.
TEIRESÍAS:
KREON:
TEIRESÍAS:
KREON:
TEIRESÍAS:
kreon:
TEIRESÍAS:
kreon:
TEIRESÍAS:
Þér, ármenn Þebu, sjáið! söm er beggja leið,
og sveiilsins augu rata fyrir tvo; því skammt
er blindur maður fær til ferðar einn síns liðs.
Hvers ert þú, aldni Teiresías, orðinn vís?
Frá því skal greint; legg þér á hjarta spámanns orð.
Tijl þessa hef ég mál þitt aldrei lítils virt.
Og fyrir það stýrt fleyi vorrar þjóðar rétt.
Það votta ég, að ráð þín hafa reynzt mér holl.
Þá gæt þín nú, þin gæfa rís á hnífsins egg.
Hvað sérðu? Tal þitt setur að mér kaldan geig.
Það ræður þú af rúnum þeim, sem list mín nam.
Eg sat á mínum foma stað við fugla-spá,
og lagði hlust við hverj u því sem bærði væng.
Þá barst mér gnýr til marks um ókennt fugla flug;
254