Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 33
Antígóna
kreon:
þeir brýndu ramma raust og 'hófu heiftar org,
og slitu 'loks hver annars hold með hvassri ldó;
það eitt réð ég af vængjataksins villta þyt.
Þá kveikti ég með kvíða sárum fómar-bál,
svo risi brátt af blóðgum stalli loga-teikn.
En eldsins guð gaf engan funa; mergur rann
úr beina-knosi gegnum ösku-glóð með fnyk
og snarki, gallið blés upp, þartil blaðran sprakk
og öllu spjó, en onaf bógnum mörinn rann
í fitu-brák, unz berum hnútum 'krofið skaut.
En þvílík teikn, er sveinninn sá mér hefur tjáð,
því svo veit hann mér forráð, sem ég öðrum veit,
þau báru vitni emáðri fórn, sem fekk ei svar.
Og þessu böli borgar vorrar veldur þú;
því sérhvern fómar-stall, hvern blótstein, hefur hrafn
og hundur atað blóði stökknum leifu m holds
af Ödípúsar syni, þeim er sekur féll.
Því hafna goðin blóti og brennifórn, vor bæn
er fyrir gýg, og fórnar-logann slökkva þau;
í lofti galar enginn fugl til fagnaðar;
þeir fengu matað krók á holdi vegins manns.
Hygg að því, sonur. Sýnt er það, að jarðar börn
fá öll það mark að geta stigið glappa-spor.
En þó er engum, þótt hann hrasi, glötun vís,
ef ekki lætur reka’ á reiða viljalaus,
en réttir við og bætir fyrir mistök sín.
En þrjózkan, hún er heimsku-synd. Og láttu því
hinn fallna hljóta frið. Þú þyrmir líki hans.
Því líti'l er sú dáð að vega veginn mann.
Ég ann þér góðs, og ræð þér heilt. Og hollast er
að hlíta vinar ráðum, sem oss ganga’ í hag.
Þú, gamli þarfi þulur, allir hafa mig
að skotspæni sem skyttur; jafnvel spádóms-list
er beitt í leiknum! Borinn skal ég enn á torg
og seldur, keyptur! Verzlið einsog ykkur lízt,
og sdljið raf frá Sardis fyrir Indlands gull.
En þessum manni getur enginn grafreit keypt.
255