Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Side 34
Tímarit Máls og menningar
TEIRESÍAS:
kreon:
TEIRESÍAS:
KREON:
TEIRESÍAS:
KREON:
TEIRESÍAS:
kreon:
TEIRESÍAS:
KREON:
TEIRESÍAS:
kreon:
TEIRESÍAS:
KREON:
TEIRESÍAS:
kreon:
TEIRESÍAS:
Þó hold haiis grípu sj álfir ernir Seifs í Mær
og lyftu sínum feng að' hástól herra síns,
ég leyfði samt ei greftrun hans af hræcfelu við’
þá saurgun; því það sé ég glöggt, að eigi fær
neinn maður saurgað goðin, þó að það sé víst,
þú aldni Teiresías, að úr háum sess
fá spekingamir löngum háðugt feigðar-fall,
er fögru tali skreyta þeir sín illu ráð
og gráu svik, til þess að efla eigin hag.
Æ!
Er nokkur maður tál, sem hneigir hug að því . ..
Að hverju? Nýjum hyggindum á hvers manns vör?
. . . að vizkan er hið vænsta gull í sjóði manns.
Og heimskan versta hölið, get ég gizkað á!
Og samt er hún sú pest, sem þjakar þína Ixmd.
Við spámann er ég tregur til að þreyta karp.
Það gerir þú, sem rengja vilt mín vamaðs-orð.
Það vita menn, að æ sér spámanns gjöf til gjalds.
Og einvaldsherrann sveigir lög að sínum hag.
Hvort manst þú, að við konung átt þú orðastað.
Víst man ég, þú átt mér að 'launa ríki þitt.
Ég veit þín spádóms-list var löngum snjöll og slæg.
Þú hrifsar mér af munni það sem þögn mín fall.
Lát orð þín fljúga fjarri von um endurgjald.
Sízt á ég von á verðlaunum úr hendi þér.
Að hverfa mínum hug, til þess er engin von.
Þá skaltu vita, víst fær eigi sólar hvel
að ljúka mörgiun hring á himins brautu fyrr
en þér skal gert að gjalda fyrir andað lík
í sömu mynt þinn eigin ávöxt holds og blóðs,
þú sem bjóst lífi dauða, dauða líf! Þú fékkst
í dimmu grafar kvikum anda smánar-vist,
en heldur ofan moldar leifum látins manns
án helgunar, án harms, þótt goðum heyri til.
Þar átt þú engan rétt, né gætu goðin sj álf,
sem þú vilt sýna myndugleika, rönd við reist.
Því bera reiðar refsinornir Hadesar
256